Fundur nr. 34
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 14:00
Íris Grímsdóttir
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurSigríður Elva Konráðsdóttir
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurTeitur Helgason
NefndarmaðurSigríður Bragadóttir
NefndarmaðurSigurjón Haukur Hauksson
NefndarmaðurÞór Steinarsson
SveitarstjóriSara Elísabet Svansdóttir
SkrifstofustjóriLagt fram.
Lagt fram.
Varðandi lið eitt í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi vegna umsóknar Þverárdals ehf. vegna 6 MW virkjunar í Þverá í Vopnafirði. Tillagan hefur verið borin undir Skipulags- og umhverfisnefnd sem samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóðaVarðandi lið þrjú. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt sameiningu Leiðarhafnar 1 og 2. Samþykkt samhljóða.
Allmikil umræða var um byggðarkvóta á fundi sveitarstjórnar og talið mikilvægt að leita allra leiða til að hvetja til aukinnar vinnslu í byggðarlaginu á þeim afla sem landað er á Vopnafirði. Sveitarstjórn tekur undir bókun Atvinnu- og ferðamálanefndar en samþykkir jafnframt að þeim 44 tonnum (ekki 42 eins og fram kemur í fundargerð nefndarinnar) sem úthlutað var til sveitarfélagsins verði ekki úthlutað til báta yfir 1.000 tonnum. Samþykkt samhljóða.
Kjörstjórn hefur gefið út kjörbréf fyrir Teit Helgason og Sigríði Elvu Konráðsdóttur sem aðalmenn í sveitarstjórn og Berglindi Steindórsdóttur og Hjört Davíðsson sem varamenn í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í málaflokknum og samþykkir fyrirliggjandi jafnlaunastefnu Vopnafjarðarhrepps og jafnréttisáætlun 2020-2024 með fyrirvara á að ártalsbreytingar verði gerðar á fyrirliggjandi gögnum. Samþykkt samhljóða.
Lögð til eftirfarandi breyting á reglum um frístundastyrk: „Hægt er að nýta frístundastyrk í […] Árskort í þreksal Vopnafjarðar fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára." Samþykkt samhljóða.
Íris Grímsdóttir er kjörin sem aðalmaður og varaformaður hreppsráðs í stað Stefáns Gríms Rafnssonar sem óskað hefur eftir lausn frá störfum. Teitur Helgason er kjörinn sem varamaður í hreppsráð í stað Írisar Grímsdóttur. Björn Heiðar Sigurbjörnsson er kjörinn aðalmaður í hreppsráð fyrir Bjart Aðalbjörnsson, sem óskað hefur eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn, og Sigríður Elva Konráðsdóttir er kjörin varamaður í hreppsráð í staðinn fyrir Björn Heiðar Sigurbjörnsson. Samþykkt samhljóða.
Íris Grímsdóttir er kjörin varaoddviti sveitarstjórnar og tekur við af Stefáni Grími Rafnssyni sem óskað hefur eftir lausn frá störfum. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingar á Vopnafjarðarlínu 1 á Hellisheiði Eystri. Málið hafði áður verið tekið fyrir og samþykkt af skipulagsnefnd. Samþykkt samhljóða.
Frestað.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 Fuglaskoðunarhús, Landbúnaðarsvæði – fjöldi frístundahúsa, Verndarsvæði í byggð – hverfisvernd á miðsvæði kauptúnsins. Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Óskað er eftir að gerð verði úttekt á hættu sem stafar af byggingu á Hámundastöðum 3 vegna foktjóns. Málinu er vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu í samræmi við grein 2.2.2. í byggingareglugerð. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri flutti munnlega skýrslu um verkefni frá 17. október sl. og svaraði fyrirspurnum.