Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 34

Kjörtímabilið 2018—2022

23. janúar 2020

Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 14:00

Í upphafi er óskað eftir afbrigðum varðandi tvö mál. Bréf frá Hafdísi Báru Óskarsdóttur og tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna fuglaskoðunarhúsa. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Velferð­ar­nefnd 10.12.

  ​Lagt fram.

 • Hreppsráð 10.1.

  ​Lagt fram.

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 14.1.

  ​Varð­andi lið eitt í fund­ar­gerð­inni. Sveit­ar­stjórn samþykkir að hefja vinnu við breyt­ingar á aðal­skipu­lagi vegna umsóknar Þver­ár­dals ehf. vegna 6 MW virkj­unar í Þverá í Vopna­firði. Tillagan hefur verið borin undir Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd sem samþykkti breyt­inguna fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða­Varð­andi lið þrjú. Sveit­ar­stjórn samþykkir jafn­framt samein­ingu Leið­ar­hafnar 1 og 2. Samþykkt samhljóða.

 • Atvinnu- og ferða­mála­nefnd 17.1.

  ​Allmikil umræða var um byggð­arkvóta á fundi sveit­ar­stjórnar og talið mikil­vægt að leita allra leiða til að hvetja til aukinnar vinnslu í byggð­ar­laginu á þeim afla sem landað er á Vopna­firði. Sveit­ar­stjórn tekur undir bókun Atvinnu- og ferða­mála­nefndar en samþykkir jafn­framt að þeim 44 tonnum (ekki 42 eins og fram kemur í fund­ar­gerð nefnd­ar­innar) sem úthlutað var til sveit­ar­fé­lagsins verði ekki úthlutað til báta yfir 1.000 tonnum. Samþykkt samhljóða.​

 • Kjör­stjórn 20.1.

  ​Kjör­stjórn hefur gefið út kjör­bréf fyrir Teit Helgason og Sigríði Elvu Konráðs­dóttur sem aðal­menn í sveit­ar­stjórn og Berg­lindi Stein­dórs­dóttur og Hjört Davíðsson sem vara­menn í sveit­ar­stjórn. Samþykkt samhljóða.​

 • Fund­ar­gerð Finna­fjarð­ar­hafnar slhf. (FFPA) 20.12

  ​Lagt fram.​

 • Fund­ar­gerð Finna­fjarðar slhf. (FF) 20. 12.

  ​Lagt fram.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Starfs­reglur stjórna FFPA og FF

  ​Lagt fram.​

 • Jafn­rétt­isáætlun og jafn­launa­stefna Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Sveit­ar­stjórn lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í mála­flokknum og samþykkir fyrir­liggj­andi jafn­launa­stefnu Vopna­fjarð­ar­hrepps og jafn­rétt­isáætlun 2020-2024 með fyrir­vara á að ártals­breyt­ingar verði gerðar á fyrir­liggj­andi gögnum. Samþykkt samhljóða.​

 • Frístunda­styrkur – breyting

  ​Lögð til eftir­far­andi breyting á reglum um frístunda­styrk: „Hægt er að nýta frístunda­styrk í […] Árskort í þreksal Vopna­fjarðar fyrir ungmenni á aldr­inum 16-18 ára." Samþykkt samhljóða.​

 • Kjör í hreppsráð.

  ​Íris Gríms­dóttir er kjörin sem aðal­maður og vara­formaður hrepps­ráðs í stað Stefáns Gríms Rafns­sonar sem óskað hefur eftir lausn frá störfum. Teitur Helgason er kjörinn sem vara­maður í hreppsráð í stað Írisar Gríms­dóttur. Björn Heiðar Sigur­björnsson er kjörinn aðal­maður í hreppsráð fyrir Bjart Aðal­björnsson, sem óskað hefur eftir leyfi frá störfum í sveit­ar­stjórn, og Sigríður Elva Konráðs­dóttir er kjörin vara­maður í hreppsráð í staðinn fyrir Björn Heiðar Sigur­björnsson. Samþykkt samhljóða.​

 • Kjör vara­odd­vita

  ​Íris Gríms­dóttir er kjörin vara­odd­viti sveit­ar­stjórnar og tekur við af Stefáni Grími Rafns­syni sem óskað hefur eftir lausn frá störfum. Samþykkt með atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn situr hjá.​

 • Fund­ar­dag­skrá vorannar 2020

  ​Samþykkt samhljóða.​

 • Beiðni Landsnets um aðal­skipu­lags­breyt­ingu vegna breyt­ingar á Vopna­fjarð­ar­línu 1 á Hell­is­heiði eystri.

  ​Sveit­ar­stjórn samþykkir að gera breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna breyt­ingar á Vopna­fjarð­ar­línu 1 á Hell­is­heiði Eystri. Málið hafði áður  verið tekið fyrir og samþykkt af skipu­lags­nefnd. Samþykkt samhljóða. ​

 • Þarf­agreining fyrir heima­síðu – kynning frá Greipi Gísla­syni

  ​Frestað​.

 • Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi – Fugla­skoð­un­arhús.

  ​Sveit­ar­stjórn samþykkir að auglýsa fram­lagða breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026 Fugla­skoð­un­arhús, Land­bún­að­ar­svæði – fjöldi frístunda­húsa, Vernd­ar­svæði í byggð – hverf­is­vernd á miðsvæði kaup­túnsins. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bjartur Aðal­björnsson – leyfi frá sveit­ar­stjórn­ar­fundum.

  ​Samþykkt samhljóða.​

 • Hafdís Bára Óskars­dóttir.

  ​Óskað er eftir að gerð verði úttekt á hættu sem stafar af bygg­ingu á Hámunda­stöðum 3 vegna foktjóns. Málinu er vísað til bygg­ing­ar­full­trúa til afgreiðslu í samræmi við grein 2.2.2. í bygg­ing­a­reglu­gerð.  Samþykkt samhljóða.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveit­ar­stjóri flutti munn­lega skýrslu um verk­efni frá 17. október sl. og svaraði fyrir­spurnum.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.17:24.