Fundur nr. 37
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 14:00
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurBobana Micanovic
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurJenný Heiða Hallgrímsdóttir
NefndarmaðurHafdís Bára Óskarsdóttir
NefndarmaðurÍris Edda Jónsdóttir
Verkefnastjóri stjórnsýsluValdimar O. Hermannsson
SveitarstjóriSveitarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 í milljónum kr.
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A hluta neikvæð um 9 m.kr.
Samstæða A og B hluta jákvæð um 95 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A hluta: 128 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 240 m.kr.
Afborganir langtímalána
Samstæða A hluta: 30 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 62 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2025 eru áætlaðar heildartekjur 1.513 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 218 m.kr. Handbært fé í árslok 2025 er 57 m.kr.
Eigið fé er áætlað neikvætt um 103 m.kr. í A hluta og 1.022 m.kr. í samstæðu í árslok 2025. Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar.
Fjárfestingar ársins 2025 eru áætlaðar 240 millj.kr.
Skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 82% í árslok 2025.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2025 - 2028 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 28. nóvember sl.
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrár Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 lagðar fram til afgreiðslu. Gjaldskrárnar taka gildi 1. janúar 2025. Gjaldskrárnar hækka almennt um 3,5% samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2025:
Tímabundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði og bújarðir árið 2025 og verður það 0,625% af heildarfasteignamati.
•Fasteignaskattur A á íbúðarhúsnæði og bújarðir verður 0,625% af heildarfasteignamati.
•Fasteignaskattur B á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verður 1,32% af heildarfasteignamati.
•Fasteignaskattur C á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði er 1,65% af heildarfasteignamati.
•Lóðaleiga er 2% af lóðarhlutamati.
•Fráveitugjald 0,32% af heildarfasteignamati.
•Vatnsgjald er 0,3% af fasteignamati húss.
Sorphirðugjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988.
Á árinu 2025 verður gjaldið 49.603 kr. sem skiptist í sorphirðugjald 26.618 kr og sorpeyðingargjald 22.984 kr.
Afsláttur til örorku- og ellilífeyrisþega er framreiknaður frá fyrra ári m.v. verðlagsbreytingar.
Verð á staka sundferð í Selárlaug verður 1.100 kr. og áfram verður frír aðgangur fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2025 með breytingum á gjaldskrá sundlaugar.
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði 14,97% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði 14,97% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi.
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson.
Björn Heiðar Sigurbjörnsson óskar eftir fundarhléi kl. 14:43.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fundur hefst aftur kl. 14:44.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024.
Viðaukinn er vegna aðkeyptrar þjónustu á skrifstofu að fjárhæð 2 millj. kr. og til fjárfestinga að fjárhæð 19 millj. kr.
Viðauki 2 hefur þau áhrif á rekstur að rekstrarniðurstaða lækkar um 2 millj. kr. og fer úr 134,4 millj. kr. í 132,4 millj. kr.
Viðauki 2 hefur þau áhrif á sjóðstreymi að handbært fé lækkar um 21 millj. kr. vegna rekstrargjalda að fjárhæð 2 millj. kr. og aukningar í fjárfestingu eignasjóðs að fjárhæð 19 millj. kr. Handbært fé fer úr 54,5 millj. kr. í 33,4 millj. Kr.
50 millj. kr. færist úr fjárfestingu sundlaugar og yfir í fjárfestingu í gatnaframkvæmdum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson,.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Þráinn Hjálmarsson biðst lausnar sem nefndarmaður í fjölskylduráði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og þakkar Þráni fyrir vel unnin störf í fjölskylduráði.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn leggur til að Arnar Ingólfsson sé kjörinn sem aðalmaður í fjölskylduráði og verði formaður ráðsins.
Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.
Jenný Heiða Hallgrímsdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu undir þessum lið og óskar eftir að fá að sitja hjá.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn leggur til að Aðalbjörn Björnsson sé kjörinn sem aðalmaður í fjölskylduráði.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sandra Konráðsdóttir biðst lausnar sem varamaður í sveitarstjórn.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir beiðnina og þakkar Söndru fyrir vel unnin störf í sveitarstjórn.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir árið 2025 lögð fram.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir árið 2025.
Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fundadagskrá fagráða fyrir árið 2025 lögð fram.
Eftirfarandi tillaga fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá fagráða fyrir árið 2025.
Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að taka yfir daglegan rekstur Bustarfells.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka yfir daglegan rekstur Bustarfells og felur sveitarstjóra að vinna að nánari útfærslu sem lögð verður fyrir sveitarstjórn.
Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson,
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að sameina starfsemi og rekstur Tónlistarskóla Vopnafjarðar við Vopnafjarðarskóla undir stjórn skólastjóra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að rekstur og stjórn Tónlistarskóla Vopnafjarðar falli undir Vopnafjarðarskóla frá og með 1. janúar 2025.
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Fyrirhuguð eru slit á Skólaskrifstofu Austurlands samkvæmt fundarboði 13. desember 2024 þar sem gerðar eru upp eignir og skuldir Skólaskrifstofunnar. Hlutur Vopnafjarðarhrepps í yfirtöku lífeyrisskuldbindinga frá LSR eru 3.387.264 kr.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir slit á Skólaskrifstofu Austurlands og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga frá LSR.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson undir lið c., Bjartur Aðalbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.
Björn Heiðar Sigurbjörnsson óskar eftir að hafnamál fái meira vægi á fundum umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.