Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 35

Kjörtímabilið 2022—2026

17. október 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 17. október 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Afnám toll­frelsis skemmti­ferða­skipa

    ​Fyrir liggur erindi frá Cruise Iceland um fyrirhugað afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa frá 1. janúar 2025. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur undir áhyggjur sem fram koma í erindinu, um þau áhrif sem afnám tollfrelsis hefur og þá sérstaklega á minni hafnir á landsbyggðinni. Sveitarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdinni verði frestað um að minnsta kosti tvö ár. 
     
    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Bréf frá Eftir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga (EFS): Ársreikn­ingur 2023, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Skóg­rækt - Breyt­ingar á tillögu að nýju aðal­skipu­lagi

    ​Í lið a. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs 8. október s.l. var eftirfarandi tillaga bókuð: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir fyrirliggjandi breytingar á tillögu að nýju aðalskipulagi.

    Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Valdimar O. Hermannsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Vernd­ar­svæði í byggð

    ​Í lið b. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs 8. október s.l. var eftirfarandi tillaga bókuð: Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirlagðar breytingar á Verndarsvæði í byggð og vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir fyrirlagðar breytingar á Verndarsvæði í byggð.

    Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­beiðni: Okkar heimur á norður- og aust­ur­landi

    ​Fyrir liggur styrkbeiðni frá Okkar heimi, stuðningsúrræði fyrir börn og foreldra með geðrænan vanda/geðsjúkdóma. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar beiðninni til fjárhagsáætlunarvinnu 2025.

    Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Umsagn­ar­beiðni fyrir Hafn­ar­byggð 4a, Vopna­firði

    ​Fyrir liggur umsagnabeiðni vegna rekstrar- og veitingarleyfis fyrir Kaupvang, Hafnarbyggð 4a.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemd við veitingu á tímabundnu rekstrar- og veitingarleyfi fyrir Hafnarbyggð 4a.

    Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson. 

    Sigurður Grétar Sigurðsson óskar eftir að fá að víkja af fundi undir þessum lið. Samþykkt samhljóða.

    Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Björn Heiðar Sigurbjörnsson óskar eftir fundarhléi kl.15:04. Samþykkt samhljóða.

    Fundur hefst aftur kl. 15:10.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Tillaga er samþykkt með þremur atkvæðum. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sigurbjörnsson og Bobana Micanovic greiða atkvæði með tillögunni. Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir sitja hjá.


  • Þjóð­lendumál: eyjar og sker, til kynn­ingar

    ​Tilkynning frá Óbyggðanefnd lögð fram til kynningar.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson, Sigurður Grétar Sigurðsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.


  • Verk­efna­áætlun og kostn­að­ar­skipting í staf­rænu samstarfi vegna 2025, til kynn­ingar

    ​Fyrir liggur tilkynning um verkefnaáætlun og kostnaðarskiptingu í stafrænu samstarfi árið 2025 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

    Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók Valdimar O. Hermannsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.


  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

    Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir óskar eftir að fá að víkja af fundi.
    Samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Aðalbjörg mætir aftur á fund.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 051024

    ​Lagt fram til staðfestingar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 081024

    ​Lagt fram til staðfestingar.

  • Fjöl­skylduráð 081024

    ​Lagt fram til staðfestingar.

    Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir undir lið a.

Til máls tók Valdimar O. Hermannsson. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:25.