Fundur nr. 14
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Axel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurAðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
NefndarmaðurSigurður Grétar Sigurðsson
NefndarmaðurBobana Micanovic
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurKristrún Ósk Pálsdóttir
NefndarmaðurHafdís Bára Óskarsdóttir
NefndarmaðurBaldur Kjartansson
FjármálastjóriSara Elísabet Svansdóttir
NefndarmaðurFyrir liggur erindi frá hreppsráði, fundur haldinn 13.apríl 2023, þar sem hreppsráð vísar drögum að samþykktum um stjórn Vopnafjarðarhrepps til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Heiðu Björg Hilmarsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, dagsett 15.mars 2023, lagt fram til kynningar.
Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Fyrir fundinum liggur bréf frá veiðifélögunum í Hofsá, Selá og Vesturdalsá varðandi netaveiði á laxfiskum í sjó til kynningar.
Ársreikningur Skólaskrifstofu Austurlands 2022 lagður fram til kynningar.
Eftirfarandi tillögur um slit á Skólaskrifstofunni lágu jafnframt fyrir aðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands og voru samþykktar:
a) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands samþykkir að slíta og gera upp A deild Skólaskrifstofu Austurlands frá og með 31.12. 2022. Samþykkt er að miða uppgjör skuldbindinga A hluta skólaskrifstofu við íbúatölu aðildarsveitarfélaganna í árslok 2022. Eignir og skuldbindingar A hluta Skólaskrifstofu Austurlands taka mið af stöðu lífeyrisskuldbindingar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, skammtímaeignir og handbært fé og fasteignamat fasteignar félagsins samkvæmt ársreikningi 31.12. 2022. Áætluð skuldbinding til skipta er neikvæð um 31,1 milljón króna. Endanleg niðurstaða skuldbindingarinnar fæst eftir að fasteign félagsins hefur verið seld og verður þá endanlega útfærð á grunni íbúafjölda í árslok 2022. Jafnframt samþykkir aðalfundurinn að fasteign félagsins að Búðareyri 4 á Reyðarfirði verði seld.
b) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands samþykkir að beina því til aðildarsveitarfélaganna að öllum rekstri byggðasamlagsins verði hætt í árslok 2023 og því slitið á grundvelli stöðu rekstrar og efnahags í árslok ársins 2023. Í því felst að samstarf um rekstur þjónustusvæðis fatlaðs fólks á Austurlandi verður hætt frá og með 1.1. 2024 og aðildarsveitarfélögin taki við þjónustusvæðinu vegna þjónustu við fatlað fólk. Uppgjör endanlegra slita byggðasamlagsins um Skólaskrifstofu Austurlands verður byggt á stöðu þess í árslok 2023 og gert verður sérstakt samkomulag um ráðstöfun eigna og skuldbindinga í því uppgjöri.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnarðarhrepps samþykkir ofangreindar tillögur.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Boðað til 57. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Verður fundurinn haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. maí nk. og hefst hann kl. 10:00.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.