Fundur nr. 27
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Kynning skipulagslýsingar er lokið. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST, Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Tómasi Helgasyni. Vegagerðin, HAUST og Skipulagsstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagsáætlunina. Tómas Helgason, eigandi að Hafnarbyggð 22 bendir á að útsýni frá hans fasteign muni skerðast. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsagnirnar og þau atriði sem þar koma fram og samþykkir að vísa þeim til skipulagsráðgjafa.
Umsókn um stofnun lóðar í landi Háteigs og Hrappsstaða 1 og 2 vegna Þverárvirkjunar lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna framkvæmda við veiðihúsið í Selá og jákvæð umsögn frá HAUST. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar jákvæðar umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Lagðar fram reyndarteikningar af íbúðarhúsi á Skjaldþingsstöðum dagsettar 7.02.2021, unnar af Ómari Þresti Björgúlfssyni.
Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir nýju deiliskipulagi í Sigtúni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
Umsókn um byggingarleyfi vegna vinnubúða við Egilsstaði lögð fram. Niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir og umsagnir bárust frá HAUST, Brunavörnum á Austurlandi, Vinnueftirlitinu og Minjastofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.