Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 27

Kjörtímabilið 2018—2022

27. maí 2021

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 27.maí 2021, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Deili­skipulag miðhluta hafn­ar­svæðis Vopna­firði – skipu­lags­lýsing, umsagnir

  ​Kynning skipulagslýsingar er lokið. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST, Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Tómasi Helgasyni. Vegagerðin, HAUST og Skipulagsstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagsáætlunina. Tómas Helgason, eigandi að Hafnarbyggð 22  bendir á að útsýni frá hans fasteign muni skerðast. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsagnirnar og þau atriði sem þar koma fram og samþykkir að vísa þeim til skipulagsráðgjafa. 


  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún láti vinna vinnslutillögu á grundvelli lýsingar og að teknu tilliti til umsagna. Samþykkt samhljóða. • Þver­ár­virkjun – stofnun lóðar

  ​Umsókn um stofnun lóðar í landi Háteigs og Hrappsstaða 1 og 2 vegna Þverárvirkjunar lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.​

 • Stækkun veiði­húss við Selá

  ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna framkvæmda við veiðihúsið í Selá og jákvæð umsögn frá HAUST. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar jákvæðar umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

 • Skjald­þings­staðir – endur­bættar teikn­ingar af íbúð­ar­húsi

  ​Lagðar fram reyndarteikningar af íbúðarhúsi á Skjaldþingsstöðum dagsettar 7.02.2021, unnar af Ómari Þresti Björgúlfssyni. 

  Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi teikningar. Samþykkt samhljóða. • Deili­skipulag Sigtúni - skipu­lags­lýsing

  ​Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir nýju deiliskipulagi í Sigtúni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um bygg­ing­ar­leyfi vinnu­búða í landi Egils­staða, Vopna­firði

  ​Umsókn um byggingarleyfi vegna vinnubúða við Egilsstaði lögð fram. Niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir og umsagnir bárust frá HAUST, Brunavörnum á Austurlandi, Vinnueftirlitinu og Minjastofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:16.