Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 21

Kjörtímabilið 2018—2022

14. september 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

 • Fris­bí­golf­völlur - stað­setning

  ​Lögð fram til kynn­ingar tillaga að lokastað­setn­ingu fyrir fris­bí­golf­völlinn. Tillagan er í samræmi við deili­skipulag íþrótta­svæðis og skipu­lags- og umhverf­is­nefnd gerir ekki athuga­semd við tillöguna.​

 • Breyting á aðal­skipu­lagi, Ytri-Hlíð, skipu­lags­lýsing

  ​Umsagnir bárust frá eftir­far­andi aðilum: Skipu­lags­stofnun, Fljóts­dals­héraði, HAUST, Hauki Geir Garð­ars­syni, Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, Veður­stofu Íslands og Minja­stofnun Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að vísa umsögnum og ábend­ingum til skipu­lags­ráð­gjafa og leggur til við sveit­ar­stjórn að unnin verði vinnslu­til­laga. Varð­andi athuga­semdir við tillöguna óskar Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd eftir afstöðu fram­kvæmdaraðila. Samþykkt samhljóða.​

 • Breyting á deili­skipu­lagi á miðhluta hafn­ar­svæðis, skipu­lags­lýsing

  ​Umsagnir bárust frá eftir­far­andi aðilum: Skipu­lags­stofnun, Vega­gerð­inni, Loja Hösk­ulds­syni og Minja­stofnun Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að vísa umsögnum og ábend­ingum til skipu­lags­ráð­gjafa og leggur til við sveit­ar­stjórn að unnin verði vinnslu­til­laga. Skipu­lags og umhverf­is­nefnd er sammála Loja um mikil­vægi hússins og sögu þess. Á hinn bóginn er húsið ekki vel stað­sett þar sem það er aðþrengt af öðrum húsum og nýtur sín ekki vel á þessum stað. Húsið hefur ekki fengið nauð­syn­legt viðhald í áravís og er því í bágbornu ástandi. Núver­andi eigendur sjá ekki fram á að geta nýtt það og haldið því við eins og þarf. Það er því niður­staða nefnd­ar­innar að heimila niðurrif á húsinu þar sem ekki er fyrir­sjá­an­legt að það fái nauð­syn­legt viðhald og fái notið sín í umhverfinu. Samþykkt með fimm atkvæðum. Sigríður Elva Konráðs­dóttir greiðir atkvæði á móti.​

 • Breyting á aðal­skipu­lagi vegna streng­leiðar á Hell­is­heiði og Þver­ár­virkj­unar, tillaga á vinnslu­stigi

  ​Umsagnir bárust frá eftir­far­andi aðilum: Vega­gerð­inni, HAUST, Minja­stofnun Íslands, Fiski­stofu, Umhverf­is­stofnun, Fljóts­dals­héraði, Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og Veður­stofu Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að unnin verði endanleg tillaga og tillagan auglýst. Samþykkt samhljóða.​

 • Deili­skipulag Þver­ár­virkj­unar – tillaga á vinnslu­stigi

  ​Ein umsögn barst frá Minja­stofnun Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að unnin verði endanleg tillaga og tillagan auglýst. Samþykkt samhljóða.​

 • Lóðar­frá­gangur við Vall­arhús

  ​Lögð fram til kynn­ingar endanleg teikning af lóðar­frá­gangi við Vall­arhús. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd samþykkir breyt­inguna. Samþykkt samhljóða.​

 • Endur­skoðun aðal­skipu­lags – umsögn Skipu­lags­stofn­unar og uppfærð tíma­lína

  ​Lögð fram til kynn­ingar umsögn Skipu­lags­stofn­unar varð­andi endur­skoðun aðal­skipu­lags og uppfærð tíma­lína. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að hún verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.​

 • Lækj­armót – beiðni um tíma­bundið plan

  ​Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd gerir ekki athuga­semd við erindið. Samþykkt samhljóða.​

 • Hafn­ar­byggð 2a – sjáv­ar­hlið

  ​Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd bendir umsækj­anda á að húsið er byggt árið 1900 og er því aldurs­friðað og óskar eftir því að hann leggi fram betur útfærð gögn og umsögn Minja­stofn­unar um fram­kvæmdina. Samþykkt samhljóða. ​

 • Bust­ar­fell – beiðni um land­skipti

  ​Beiðni um land­skipti í Bust­ar­felli um að stofna þrjár lóðir lögð fram. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 9:58.