Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2018—2022

2. júní 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

  • Lýsing á deili­skipu­lagi vegna Þver­ár­virkj­unar

    ​Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur til við hreppsráð að deili­skipu­lagið verði auglýst og kynnt með  vinnslu­til­lög­unni á breyt­ingu á aðal­skipu­laginu á Þver­ár­virkjun og streng yfir Hell­is­heiði sem nú þegar liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.​

  • Húsnæð­ismál - stofn­framlag

    ​Lögð fram teikning frá Hrafns­hóli að fyrir­hug­uðum íbúðum sem sveit­ar­fé­lagið hefur samþykkti að byggja með stofn­fram­lagi frá HMS. Samkvæmt grein 5.9.1 í skipu­lags­reglu­gerð um grennd­arkynn­ingu þá gildir það að þegar sótt er um bygg­ingar- eða fram­kvæmd­ar­leyfi fyrir fram­kvæmd sem er í samræmi við land­notkun, byggða­mynstur og þétt­leika byggðar í þegar byggðu hverfi, eða húsa­þyrp­ingar í dreif­býli og deili­skipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi skal skipu­lags­nefnd láta fara fram grennd­arkynn­ingu. Áður en umsókn um bygg­ingar- eða fram­kvæmda­leyfi er grennd­arkynnt skal skipu­lags­nefnd leggja mat á hvort fram­kvæmdin falli að fram­an­greindum skil­yrðum, eða hvort önnur atriði svo sem hvort fram­kvæmdin varði almanna­hags­muni á einhvern hátt kalli á aðra máls­með­ferð. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd telur fram­kvæmdina vera í samræmi við land­notkun, byggð­ar­mynstur og þétt­leika byggðar og leggur til að húsin tvö fari í grennd­arkynn­ingu og þau skuli grennd­arkynnt í allri Skála­nes­götu og í Kolbeins­götu 42 - 64. Samþykkt með fimm atkvæðum. Lárus Ármannsson situr hjá og Ingólfur Bragi Arason greðir atkvæði á móti og vill að fram­kvæmdin fari í deili­skipulag.Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd leggur jafn­framt til við sveit­ar­stjórn að unnið verði að deili­skipu­lagi í íbúa­byggð, til dæmis í Skála­nes­götu, í Holta­hverfi og víðar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 08:48.