Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2018—2022

15. maí 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

 • Breyt­ing­ar­til­laga á aðal­skipu­lagi vegna Þver­ár­virkj­unar og jarð­strengs yfir Hell­is­heiði

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.​

 • Drög að umsókn um greiðslur úr skipu­lags­sjóði vegna endur­skoð­unar aðal­skipu­lags

  ​Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi umsókn um greiðslur úr Skipulagssjóði verði send inn. Samþykkt samhljóða.​

 • Drög að verk- og kostn­að­ar­áætlun fyrir vinnu við endur­skoðun aðal­skipu­lags

  ​Lagt fram til kynningar. Vísað til sveitarstjórnar.​

 • Skipu­lags- og mats­lýsing vegna endur­skoð­unar Aðal­skipu­lags Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.​

 • Lagfæring á þrepi fyrir laxa­teljara í Vest­ur­dalsá í Vopna­firði

  ​Lagt fram til kynningar. ​

 • Beiðni Einherja varð­andi gamla vall­ar­húsið og gáminn

  ​Beiðnin er ekki í samræmi við deiliskipulag og því er ekki hægt að samþykkja beiðnina eins og hún er lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á reiti fyrir áhaldageymslu sem eru á deiliskipulagi.​

 • Plokk­dagur og varð­eldur í Fuga­bjarg­ar­nesi

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og verður tími og dagsetning ákveðin í samvinnu við tengda aðila. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:00.