Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 17

Kjörtímabilið 2018—2022

20. apríl 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 13:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

 • Skjald­þings­staðir – umsókn um skrán­ingu nýrra land­eigna í fast­eigna­skrá

  ​Umsókn um skrán­ingu nýrra land­eigna í fast­eigna­skrá frá þing­lýstum eiganda, Geir­mundi Vikari Jóns­syni, kt. 010990-2549. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd samþykkir umsóknina samhljóða.​

 • Ytri hlíð – kynning

  ​Nefndin lýsir ánægju sinni með erindið en í ljósi þess hvað fram­kvæmdin er umfangs­mikil  og um er að ræða veglagn­ingu, efnis­töku, vatns­öflun, lagn­ingu jarð­strengs og bygg­ingu allt að 950 m² á 4 ha svæði og nokkur hús þá leggur skipu­lags- og umhverf­is­nefnd til við sveit­ar­stjórn að unnin verði breyting á aðal­skipu­lagi og nýtt deili­skipulag unnið fyrir þessa fram­kvæmd. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um niðurrif á Hafn­ar­byggð 16

  ​Brim er með samþykkt kauptilboð í Hafn­ar­byggð 16 með þeim fyrir­vara að fyrir­tækið fái leyfi til að rífa húsið. Miklar umræður voru um erindið og þar komu fram skiptar skoð­anir. Meiri­hluti nefnd­ar­innar vill samþykkja erindið. Sigríður Elva Konráðs­dóttir kom með eftir­far­andi bókun: „Í grein­ar­gerð fyrir deili­skipu­lagi hafn­ar­svæð­isins er gert ráð fyrir að þetta hús sé verndað samkvæmt skil­grein­ingu hverf­is­verndar í skipu­lags­reglu­gerð 90/2013. Rafstöðin við Hafn­ar­byggð er frá 1960 og eftir Sigvalda Thor­d­arson arki­tekt (1911-1964). Stíl­ein­kenni hússins eru dæmi­gerð fyrir verk Sigvalda. Ber þar sérstak­lega að nefna lita­valið. Ástand hússins er ábóta­vant og er þakkant­urinn, sem er ekki uppruna­legur, veru­legt lýti á húsinu. Mark­miðið ætti að vera að færa húsið í uppruna­legt horf því húsið hefur mikið vernd­ar­gildi." Erindinu er vísað til sveit­ar­stjórnar til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.​

 • Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026, Aðal­skipu­lags­breyting – fugla­skoð­un­arhús, land­bún­að­ar­svæði – fjöldi frístunda­húsa á jörðum og hverf­is­vernd á miðsvæði kaup­túnsins.

  ​Frestur til að skila athuga­semdum og umsögnum um tillöguna er liðinn. Umsagnir bárust frá eftir­töldum aðilum: Umhverf­is­stofnun, Fljóts­dals­héraði, Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, Skipu­lags­stofnun og Minja­stofnun Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd samþykkir að leggja til við sveit­ar­stjórn að tekið verði tillit til athuga­semda sem koma fram í umsögn Umhverf­is­stofn­unar varð­andi votlendi við Nýpslón og skil­málar skipu­lagstil­lög­unar verði skýrir varð­andi það að skipu­lagstil­lagan raski ekki votlendi á þessu svæði. Varð­andi umsagnir Skipu­lags­stofn­unar og Umhverf­is­stofn­unar um uppbygg­ingu frístunda­byggðar í dreif­býli leggur nefndin til að fresta þessari breyt­ingu og vísa henni til endur­skoð­unar aðal­skipu­lags sem þegar er í vinnslu. Samþykkt samhljóða.​

 • Breyting á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020, Þverá og streng­lögn á Hell­is­heiði.

  ​Frestur til að skila athuga­semdum og umsögnum um skipu­lags­lýs­inguna er liðinn. Umsagnir bárust frá eftir­töldum aðilum: Norð­ur­þingi, Umhverf­is­stofnun, HAUST, Fljóts­dals­héraði, Skipu­lags­stofnun, Vega­gerð­inni og Minja­stofnun Íslands. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd samþykkir að vísa umsögn­unum til skipu­lags­ráð­gjafa við gerð tillögu.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 14:16.