Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2018—2022

2. mars 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 12:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu, „Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs að Hámundarstöðum 5“. Samþykkt samhljóða.
 • Fram­kvæmdir á Ytri Hlíð

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum varðandi staðsetningu, stærð og lýsingu á fyrirhuguðu húsi, fyrirhugaðri legu og uppbyggingu á nýjum vegi og efnistöku vegna hans. Upplýsingar um vatnsveitu, fráveitu, legu rafstrengja og annarra lagna. Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða.​

 • Lýsing fyrir aðal­skipu­lags­breyt­ingar, Þver­ár­virkjun og Vopna­fjarð­ar­lína

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna niðurrifs að Hámund­ar­stöðum 5

  ​Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við niðurrifið. Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins er í vinnslu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið, áskilið er að niðurrifið fari fram samkvæmt starfsleyfi Heilbgrigðiseftirlitsins. Samþykkt samhljóða.​

Önnur mál#onnur-mal

 • Bréf frá Skipu­lags­stofnun varð­andi breyt­ingu á aðal­skipu­lagi

  ​Lagt fram til kynningar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 12:51.