Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2018—2022

14. janúar 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 10:00

 • Allt að 6 MW virkjun í Þverá í Vopna­firði – ályktun frá Skipu­lags­stofnun

  ​Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að ráðast í aðalskipulagsbreytingar vegna umsóknar Þverárdals ehf vegna 6 MW virkjunar í Þverá í Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.​


 • Hvamms­gerði 1 – endur­bætur á gluggum

  ​Óskað er eftir leyfi til endurbóta á gluggum. Nýjir gluggar eru með sama útliti og fyrri gluggar en úr öðru efni. Um er að ræða plastglugga með þreföldu gleri. Samþykkt samhljóða.​


 • Sameining jarð­anna Leið­ar­höfn 1 og Leið­ar­höfn 2

  ​Nefndin samþykkir samhljóða sameiningu jarðanna. ​


 • Vall­holt 6 – bygging sólstofu

  ​Óskað er eftir heimild til byggingar sólstofu við Vallholt 6. Fyrir liggja teikningar af byggingunni og grunnmynd. Nefndin óskar eftir að lögð verði fram afstöðumynd og hún og framkvæmdin í heild sinni lögð fram til samþykkis íbúa í götunni. Einnig er óskað eftir umsögn eldvarnareftirlitsins. Samþykkt samhljóða.​


 • Safn­að­ar­heimili við Hofs­kirkju

  ​Lögð fram til kynningar uppfærð teikning og afstöðumynd á safnaðarheimili við Hofskirkju. ​


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún borin upp til samþykktar hún samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 11:07