Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2018—2022

16. apríl 2020

Teams kl. 09:20

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • 1. Umræða um áherslu­verk­efni Sókn­aráætl­unar Aust­ur­lands 2020, jaðar­s­verk­efni í menn­ingu.

  Erindinu var vísað til menn­ing­ar­mála­nefndar frá Hrepps­ráði og nefnd­inni, ásamt verk­efna­stjóra frístunda-, æsku­lýðs- og fjöl­menn­ing­ar­mála falið að vinna málið áfram með starfs­manni Aust­ur­brúar og koma með útfærðar tillögur til hrepps­ráðs. Um er að ræða 500.000 króna styrk á ári til menn­ing­ar­mála en með móttöku á styrknum skuld­bindur sveit­ar­fé­lagið sig til að leggja sömu upphæð á móti til málefn­isins.
  Rætt var um hvað fólk vildi helst sjá gert fyrir styrkinn. Menn­ing­ar­stefna.
  Lítill áhugi var fyrir að nýta þennan styrk til þeirrar vinnu. En þó talið að það sé þarft verk­efni. Gesta­vinnu­stofur.
  Tekið jákvætt í hugmyndina. Talið mikil­vægt að marka ákveðna stefnu með verk­efnið og þá tengja Vopna­firði á einhvern hátt. Verk­efni sem tengjast börnum.
  Sammælst var um að mikil­vægt væri að hlusta á unga fólkið sem kallar eftir frekari verk­efnum og dægra­dvöl. Ýmsar hugmyndir komu upp í tengslum við það, þær helstu eru eftir­far­andi.Samvinnu við vinnu­skóla, félags­mið­stöð og leikj­a­nám­skeið.
  Undan­farin ár hafa verið haldin leikj­a­nám­skeið með góðum árangri. Hægt væri að nýta styrkinn til þess að halda úti námskeiði með áherslur á list, menn­ingu og menn­ing­araf­leið.Lista­smiðjur
  Fyrir nokkrum árum voru lista­smiðjur í tengslum við Vopna­skak sem gáfu ágætis raun. Umræða hefur verið um að gera lista­verk á veggi innan sveita­fé­lagsins sem gæti gefið góða raun. Tenging við Bras, Barna og menn­ing­ar­hátíð, Þjóð­leik eða önnur slík verk­efni.

  Í fyrra tók félags­mið­stöðin þátt í Bras og mætti gera enn meira úr því í ár. Uppsetning á leik­riti
  Hugmynd kom upp um uppsetn­ingu á leik­riti þar sem börn og ungmenni gætu skráð sig í ákveðna þætti sem koma að slíku verk­efni. Hægt væri þá að skrá sig í ákveðin verk­efni eftir áhuga­sviði hvers og eins. Meðal annars væri þá hægt að skrá sig í leik­list, söng, sviðs­mynd, tæknimál, auglýs­ingar og samfé­lags­miðla, og fleira. Dagar myrk­ursÚtlit er fyrir að minna þurfi að gera úr Vopna­skaki í ár vegna samkomu­banns og ástandsins í samfé­laginu. Hugmynd hefur komið upp um að gera í staðinn meira úr Dögum myrkurs á haust­mán­uðum. Hægt væri að nýta styrkinn í verk­efni sem gætu tengst inn í hátíðina þó að ekki sé mælst til að nýta styrkinn til kaupa á stökum tónleikum með frægum lista­mönnum. Ákveðið var að funda aftur þann 27. apríl og setja niður greina­gerð um málið til skila til sveita­stjórnar.