Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2018—2022

21. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 15:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Styrkt­ar­beiðni Hótels Tanga

  ​Árný Birna víkur af fundi.
  Fram­hald af umræðu vegna styrk­beiðni Hótels Tanga fyrir tvö fyrir­huguð Singalong kvöld. Öll gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 85.000.​

 • Styrkt­ar­beiðni Fjöl­menn­ing­ar­há­tíðar

  ​Fram­hald af umræðu um styrk­beiðni vegna Fjöl­menn­ing­ar­há­tíðar. Breyting hefur orðið á umbeð­inni upphæð og samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 33.221 kr. Nefndin fagnar fram­takinu og sammælist um að vel hafi tekst til.​

2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Tilkynning um komu tveggja viðburða.

  ​Jón Ragnar hefur verið í samskiptum við Jógvan Hansen sem hyggst koma á Vopna­fjörð með tvo viðburði. Annar­s­vegar er það 22. apríl þar sem áætlað er að hann verði með tónleika ásamt Siggu Bein­teins­dóttur og Guðrúnu Gunn­ars­dóttur. Hins­vegar er áætlað að hann komi 27. júní og verði með tónleika ásamt Frið­riki Ómari.​

 • Umræða og afgreiðsla á umsókn um stöðu umsjón­ar­manns Vopna­skaks 2020

  ​Fanney Björk og Árný Birna óska eftir að fá að víkja af fundi. Ingi­björg Ásta kemur inn sem vara­maður fyrir Fanney og skrifar niður í fund­ar­gerð á meðan.
  Tvær umsóknir um stöðu umsjón­ar­manns Vopna­skaks 2020 bárust. Annar­s­vegar frá Sigurði Vopna Vatnsdal og hins­vegar frá Fanney Björk Frið­riks­dóttur. Nefndin var ánægð með, og sammála um að tveir mjög hæfir einstak­lingar hafi sótt um stöðuna og valið ekki auðvelt. Ákveðið var að fara í samn­ings­við­ræður við Sigurð.​