Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2018—2022

21. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 15:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Styrkt­ar­beiðni Hótels Tanga

  Árný Birna víkur af fundi.
  Framhald af umræðu vegna styrkbeiðni Hótels Tanga fyrir tvö fyrirhuguð Singalong kvöld. Öll gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 85.000.

 • Styrkt­ar­beiðni Fjöl­menn­ing­ar­há­tíðar

  Framhald af umræðu um styrkbeiðni vegna Fjölmenningarhátíðar. Breyting hefur orðið á umbeðinni upphæð og samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð 33.221 kr. Nefndin fagnar framtakinu og sammælist um að vel hafi tekst til.

2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Tilkynning um komu tveggja viðburða.

  Jón Ragnar hefur verið í samskiptum við Jógvan Hansen sem hyggst koma á Vopnafjörð með tvo viðburði. Annarsvegar er það 22. apríl þar sem áætlað er að hann verði með tónleika ásamt Siggu Beinteinsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Hinsvegar er áætlað að hann komi 27. júní og verði með tónleika ásamt Friðriki Ómari.

 • Umræða og afgreiðsla á umsókn um stöðu umsjón­ar­manns Vopna­skaks 2020

  Fanney Björk og Árný Birna óska eftir að fá að víkja af fundi. Ingibjörg Ásta kemur inn sem varamaður fyrir Fanney og skrifar niður í fundargerð á meðan.
  Tvær umsóknir um stöðu umsjónarmanns Vopnaskaks 2020 bárust. Annarsvegar frá Sigurði Vopna Vatnsdal og hinsvegar frá Fanney Björk Friðriksdóttur. Nefndin var ánægð með, og sammála um að tveir mjög hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna og valið ekki auðvelt. Ákveðið var að fara í samningsviðræður við Sigurð.