Land­bún­að­ar­nefnd

Fundur nr. 8

Kjörtímabilið 2018—2022

13. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 19:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Samn­ingur um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps.

  ​Nefndin fór yfir og ræddi samn­inginn og samþykkti drögin samhljóða og vísar áfram­hald­andi vinnslu til hrepps­nefndar.​

2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Samn­ingur um refa­veiðar á grenjum.

  ​Dreift var til nefnd­ar­innar samn­ingi sem gildir um grenja­vinnslu í Langa­nes­byggð.Lagt til að sambæri­legur samn­ingur verði gerður við gernja­vinnslu í Vopna­fjarð­ar­hreppiOg er það samm­þykkt samhljóða.

 • Urðun á hræum og slíkum úrgangi.

  ​Rætt var um fyrir­komulag á urðun og innheimtu á urðun­ar­gjaldi,Til atkvæða teknar tillögur um að ákveðinn tími  (t.d hálfs­mán­að­a­lega og jafnvel oftar í Maí) verði valinn og auglýstur til móttöku á hræum og slíkum úrgangi frá bændum til urðunar.Innheimta á urðun einnig rædd og tillaga um að fast gjald verði sett á hvert bú t.d 15 þús.Samþykkt samhljóða og vísað til hrepps­nefndar.

 • Minka­veiðar.

  ​Vegna teng­ingar við málið yfir­gefur Geir­mundur V. fund­inn­Land­bún­að­ar­nefnd leggur til að sambæri­legur samn­ingur er gerður var við Geir Þóroddson 12. ágúst 2016 verði gerður við eftir­talda minka­veiði­menn­Pétur V. Jónsson, Geir­mundur V. Jónsson og Stefán Hrafnsson.Vilyrði er um styrk til minka­veiða frá Veiði­fé­lögum í Vopna­firði.Nefndin leggur til breyt­ingu um hækkaða gjald­skrá fyrir veidd dýr úr 3000kr í 5000kr Að lokum leggur land­bún­að­ar­nefnd til að samn­ingar sem gerðir verða um minka og refa­veiðar verði vísi­tölu­tengdir.Lagt til atkvæða og samþykkt samhljóða

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 21:15