Land­bún­að­ar­nefnd

Fundur nr. 8

Kjörtímabilið 2018—2022

13. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 19:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Samn­ingur um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps.

  Nefndin fór yfir og ræddi samninginn og samþykkti drögin samhljóða og vísar áframhaldandi vinnslu til hreppsnefndar.

2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Samn­ingur um refa­veiðar á grenjum.

  Dreift var til nefndarinnar samningi sem gildir um grenjavinnslu í Langanesbyggð.

  Lagt til að sambærilegur samningur verði gerður við gernjavinnslu í Vopnafjarðarhreppi

  Og er það sammþykkt samhljóða.


 • Urðun á hræum og slíkum úrgangi.

  tt var um fyrirkomulag á urðun og innheimtu á urðunargjaldi,

  Til atkvæða teknar tillögur um að ákveðinn tími  (t.d hálfsmánaðalega og jafnvel oftar í Maí) verði valinn og auglýstur til móttöku á hræum og slíkum úrgangi frá bændum til urðunar.

  Innheimta á urðun einnig rædd og tillaga um að fast gjald verði sett á hvert bú t.d 15 þús.

  Samþykkt samhljóða og vísað til hreppsnefndar.


 • Minka­veiðar.

  Vegna tengingar við málið yfirgefur Geirmundur V. fundinn

  Landbúnaðarnefnd leggur til að sambærilegur samningur er gerður var við Geir Þóroddson 12. ágúst 2016 verði gerður við eftirtalda minkaveiðimenn

  Pétur V. Jónsson, Geirmundur V. Jónsson og Stefán Hrafnsson.

  Vilyrði er um styrk til minkaveiða frá Veiðifélögum í Vopnafirði.

  Nefndin leggur til breytingu um hækkaða gjaldskrá fyrir veidd dýr úr 3000kr í 5000kr 

  Að lokum leggur landbúnaðarnefnd til að samningar sem gerðir verða um minka og refaveiðar verði vísitölutengdir.

  Lagt til atkvæða og samþykkt samhljóða


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 21:15