Kjör­stjórn

Fundur nr. 2

Kjörtímabilið 2018—2022

20. janúar 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Kjör­bréf

  ​Útgefin kjörbréf á eftirtalda aðila eru lögð fyrir stjórnina til undirritunar:

  Teitur Helgason, Ð-lista Betra Sigtúns, verður aðalmaður í sveitarstjórn.

  Berglind Steindórsdóttir, Ð-lista Betra Sigtúns, verður varamaður í sveitarstjórn.

  ​Breytingar þessar eru tilkomnar vegna brottflutnings Stefáns Gríms Rafnssonar, oddvita Ð-lista Betra Sigtúns, úr sveitarfélaginu.


 • Kjör­bréf

  ​Í ljósi þess að á dagskrá næsta fundar sveitarstjórnar liggur fyrir bréf frá Bjarti Aðalbjörnssyni, oddvita S-lista Samfylkingar, þar sem hann óskar tímabundins leyfis frá störfum í sveitarstjórn var ákveðið að gefa einnig út kjörbréf fyrir Sigríði Elvu Konráðsdóttur og Hjört Davíðsson sem áttu sæti á S-lista Samfylkingar í síðustu sveitarstjórnarkosningum. 

  Kjörbréf þessi voru útbúin og undirrituð og verða póstlögð að loknum næsta fundi sveitarstjórnar svo fremi að sveitarstjórn verði við ósk Bjarts um tímabundið leyfi.

  Sigríður Elva Konráðsdóttir, S-lista Samfylkingar, verður aðalmaður í sveitarstjórn til 31.5.2020.

  Hjörtur Davíðsson, S-lista Samfylkingar, verður varamaður í sveitarstjórn.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 8:30.