Fundur nr. 30
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
i. Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis Vopnafirði – skipulagslýsing, umsagnir
Kynning skipulagslýsingar er lokið. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST, Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Tómasi Helgasyni.
Lögð fram drög að samningi við veiðifélagið Vesturdalsá vegna leigu á stíflu í Arnarvatni. Hreppsráð leggur til að 2.grein verði breytt og að leiguverð verði endurskoðað og vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram erindi frá Magnúsi Þór Róbertssyni fyrir hönd hóps áhugamanna um gamla snjóbílinn. Hreppsráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna samningsdrög á grundvelli umræðu um málið og leggja aftur fyrir hreppsráð til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að innkaupastefnu og innkaupareglum Vopnafjarðarhrepps. Hreppsráð samþykkir drögin. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram hugmynd að útfærslu peningagjafar sem Sundabúð var gefin. Hreppsráð samþykkir tillöguna um að setja lyftu úr Sundabúð 1 niður í Sambúð og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð og beiðni frá Almannavarnarnefnd Austurlands um skipan tveggja aðila í vinnuhóp á vegum almannavarna. Hreppsráð tilnefnir Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem aðalmann og Teit Helgason sem varamann í hópinn fyrir hönd Vopnafjarðar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að tímabundnum samningi vegna reksturs í Kaupvangi. Hreppsráð felur sveitarstjóra að ganga frá tímabundnum samningi við rekstraraðila. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.