Hreppsráð

Fundur nr. 26

Kjörtímabilið 2018—2022

4. mars 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 4. mars 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn liðnum „Íslandsmót MSÍ í snjókrossi“ undir „Almenn mál.“

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 160.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 24.2

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Drög að samn­ingi vegna yfir­færslu á verk­efnum SKA til sveit­ar­fé­lag­anna

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Vest­urfara­verk­efni – styrk­beiðni

  ​Lagt fram erindi frá Framfara- og ferðamálafélagi Vopnafjarðar vegna verkefnisins „Vesturfaraferðir" sem snýr að því að kanna grundvöll fyrir því að setja á fót sérsniðnar ferðir fyrir Vestur-Íslendinga til Vopnafjarðar, Þistilfjarðar og nágrennis og fékk verkefnið styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands árið 2020. Hreppsráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið. Samþykkt samhljóða.​

 • Félags­mið­stöð - hlutastarf

  ​Lagt fram minnisblað um verkefni verkefnastjóra æskulýðs-, tómstunda- og frístundamála um ráðningu starfsmanns í hlutastarf í félagsmiðstöð. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Lista­smiðja á Vopna­firði

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sigrúnu Láru Shanko, listakonu á Vopnafirði, um möguleika á listasmiðju á Vopnafirði. ​

 • Fræðsláætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps – loka­skýrsla

  ​Lögð fram til kynningar lokaskýrsla vegna fræðsluáætlunar Vopnafjarðarhrepps sem unnin var af Austurbrú og verður gangsett haustið 2021 fyrir starfsfólk Vopnafjarðarhrepps.​

 • Frum­kvöðl­a­verk­efni í úrgangs­málum í fámennum og afskekktum byggðum – drög að verk­efn­is­lýs­ingu

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Þjón­usta við milli­dala­leið

  ​Lagt fram minnisblað um þjónustu Vegagerðarinnar við millidalaleið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Símamál í dreif­býli Vopna­fjarðar

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um símamál í dreifbýli Vopnafjarðarhrepps. Það er ekkert gsm samband á nokkrum bæjum í Hofsárdal, frá Vatnsdalsgerði inn í Hofsárdal. Hreppsráð hvetur fjarskiptafyrirtæki til að tryggja gsm samband í allri sveitinni, til dæmis með endurvarpa. Samþykkt samhljóða.​

 • Íslandsmót MSÍ í snjó­krossi

  ​Lögð fram styrkbeiðni frá stuðningshópi Einars Gunnlaugssonar vegna Íslandsmóts MSÍ í snjókrossi. Hreppsráð samþykkir að styrkja Einar með framlagi upp á 50.000 kr.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:24.