Hreppsráð

Fundur nr. 23

Kjörtímabilið 2018—2022

3. desember 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 3.desember 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 60.fundur stjórnar Samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga 19.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 891.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 20.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Stjórn­ar­fundur Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga 26.11

  ​Fyrir lá fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 26.11.20, þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga föstudaginn 11.desember 2020. Hreppsráð samþykkir að Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri sitji  aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Frístund í Vopna­fjarð­ar­skóla 2021

  ​Lagt fram minnisblað um skipulagða frístund í Vopnafjarðarskóla haustið 2021. Hreppsráð lýsir ánægju sinni með að verið sé að vinna í því að koma á skipulagðri frístund og felur sveitarstjóra að vinna verkið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Samn­ingur við Bruna­varnir Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Minn­is­blað um mötu­neyt­ismál

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um mötuneytismál hjá sveitarfélaginu. Hreppsráð samþykkir að framlengja verktakasamningi við Hótel Tanga ehf. út skólaár grunnskólans og gera samning um leikskólamáltíðir sumarið 2021 og felur sveitarstjóra að öðru leyti að vinna verkefnið áfram á vorönn 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Ályktun veiði­fé­laga vegna fisk­eldis í opnum sjókvíum í Seyð­is­firði

  Lagt fram til kynningar. Vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um frístunda­styrk

  Breytingar á reglum um frístundastyrk lagðar fram. Hreppsráð samþykkir frístundareglurnar með framlögðum breytingum. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um skóla­akstur

  Reglur um skólaakstur lagðar fram. Hreppsráð samþykkir reglurnar með framlögðum breytingum og leggur til að reglurnar taki gildi 15.janúar 2021 og frestur til að sækja um akstur leikskólabarna verði til 15.desember 2020. Samþykkt samhljóða. ​

 • Sala á félags­legu húsnæði sveit­ar­fé­lagsins

  Lagt fram til kynningar minnisblað um félagslegar íbúðir sveitarfélagsins. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að setja Þverholt 7 á sölu. Samþykkt samhljóða. ​

 • Sameig­inleg stafræn þróun sveit­ar­fé­lagsins

  ​Lögð fram kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun sveitarfélaga. Hreppsráð samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og vísar kostnaðinum til fjárhagsáætlunar 2021. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Stígamót - beiðni um framlag

  Hreppsráð samþykkir að styrkja Stígamót um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:33.