Hreppsráð

Fundur nr. 23

Kjörtímabilið 2018—2022

3. desember 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 3.desember 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 60.fundur stjórnar Samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga 19.11

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • 891.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 20.11

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Stjórn­ar­fundur Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga 26.11

  ​Fyrir lá fund­ar­gerð stjórnar Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga, dags. 26.11.20, þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðal­fundar Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga föstu­daginn 11.desember 2020. Hreppsráð samþykkir að Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri sitji  aðal­fund Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­hrepps. Samþykkt samhljóða​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Frístund í Vopna­fjarð­ar­skóla 2021

  ​Lagt fram minn­is­blað um skipu­lagða frístund í Vopna­fjarð­ar­skóla haustið 2021. Hreppsráð lýsir ánægju sinni með að verið sé að vinna í því að koma á skipu­lagðri frístund og felur sveit­ar­stjóra að vinna verkið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Samn­ingur við Bruna­varnir Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Minn­is­blað um mötu­neyt­ismál

  ​Lagt fram til kynn­ingar minn­is­blað um mötu­neyt­ismál hjá sveit­ar­fé­laginu. Hreppsráð samþykkir að fram­lengja verk­taka­samn­ingi við Hótel Tanga ehf. út skólaár grunn­skólans og gera samning um leik­skóla­mál­tíðir sumarið 2021 og felur sveit­ar­stjóra að öðru leyti að vinna verk­efnið áfram á vorönn 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Ályktun veiði­fé­laga vegna fisk­eldis í opnum sjókvíum í Seyð­is­firði

  Lagt fram til kynn­ingar. Vísað til sveit­ar­stjórnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um frístunda­styrk

  Breyt­ingar á reglum um frístunda­styrk lagðar fram. Hreppsráð samþykkir frístunda­regl­urnar með fram­lögðum breyt­ingum. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um skóla­akstur

  Reglur um skóla­akstur lagðar fram. Hreppsráð samþykkir regl­urnar með fram­lögðum breyt­ingum og leggur til að regl­urnar taki gildi 15.janúar 2021 og frestur til að sækja um akstur leik­skóla­barna verði til 15.desember 2020. Samþykkt samhljóða. ​

 • Sala á félags­legu húsnæði sveit­ar­fé­lagsins

  Lagt fram til kynn­ingar minn­is­blað um félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins. Hreppsráð leggur til við sveit­ar­stjórn að setja Þver­holt 7 á sölu. Samþykkt samhljóða. ​

 • Sameig­inleg stafræn þróun sveit­ar­fé­lagsins

  ​Lögð fram kynning frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga um staf­ræna þróun sveit­ar­fé­laga. Hreppsráð samþykkir að taka þátt í þessu verk­efni og vísar kostn­að­inum til fjár­hags­áætl­unar 2021. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Stígamót - beiðni um framlag

  Hreppsráð samþykkir að styrkja Stígamót um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:33.