Hreppsráð

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2018—2022

5. nóvember 2020

Safnaðarheimilið kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 5.nóvember 2020 í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Fræðslu­nefnd 24.9

  Lagt fram til kynningar.​

 • Fræðslu­nefnd 22.10

  Lagt fram til kynningar.​

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 19.10

  i.      Bakkavarnir í Hofsá í Vopnafirði í land i Ásbrandsstaða – Framkvæmdaleyfi

  Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.

  ii.     Ytri hlíð – umsókn um stofnun lóðar

  Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðar í Ytri hlíð. Samþykkt samhljóða.

  Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar


 • Almanna­varn­ar­nefnd Aust­ur­lands 19.10

  ​Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands og minnisblað frá lögreglustjóranum á Austurlandi um skipan í nefndina. Á fundinum var ákveðið að fækkað yrði fulltrúum í nefndinni í kjölfar sameiningar fjögurra sveitarfélaga í fjórðungnum, auk þess bætist við fulltrúi Landsbjargar á Austurlandi. Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er fulltrúi í nefndinni og hreppsráð tilnefnir Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem varamann. Samþykkt samhljóða.​

 • 889.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 16.10

  ​​
  Lagt fram til kynningar.


 • FFPA 16.10

  ​Sveitarstjóri segir frá stöðu mála í Finnafjarðarverkefninu. Hreppsráð tekur undir afstöðu stjórnar FFPA í lið 1. Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að senda Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem leitað er eftir fjárstuðningi til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps við ráðningu verkefnisstjóra tímabundið til að sinna helstu verkefnum tengdum Finnafjarðarverkefninu. Þetta erindi verði sent og unnið í samvinnu við sveitarstjórn Langanesbyggðar.

  Hlutverk verkefnisstjóra verði m.a. að vinna að viðræðum við landeigendur, fylgja eftir mikilvægum málum er upp koma hverju sinni og þörf er á hverju sinni til að koma á hafnsækinni starfsemi í Finnafirði. Þessi stuðningur er ekki háður komu ríkisins að verkefninu að öðru leyti. Samþykkt samhljóða.


 • Fram­kvæmda­stjórn Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands 28.10

  ​Fyrir lá fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 28.10.20, þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands miðvikudaginn 18. nóvember 2020. Hreppsráð samþykkir að Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri sitji  aðalfund SKA og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða.​

 • 890.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.10

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • 9 mánaða árshluta­upp­gjör og útkomuspá Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020

  ​Lagt fram til kynningar 9 mánaða árshlutauppgjör og útkomuspá Vopnafjarðarhrepps 2020. ​

 • Leigu­íbúðir aldr­aðra - drög að teikn­ingu

  ​Lögð fram uppfærð tillaga af teikningunni á leiguíbúðum aldraðra í Sundabúð 2 og 3. Hreppsráð samþykkir teikninguna og felur sveitarstjóra að útbúa verklagsreglu um endurbætur á íbúðum í Sundabúð þar sem stuðst verður við þessa teikningu og leggja hana fyrir. Eins felur hreppsráð sveitarstjóra að taka saman kostnaðaráætlun við þessar endurbætur sem verður gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunargerð 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um tónlist­arnám utan sveit­ar­fé­laga

  ​Mál tekið út af dagskrá vegna nýrra upplýsinga. Umsóknin á ekki lengur við.​

 • Beiðni um áfram­hald­andi stað­festan stuðning – Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa

  ​Hreppsráð staðfestir áframhaldandi stuðning við verkefnið, „Rannsóknarsetur vatnavistkerfa" og felur sveitarstjóra að taka samtal við formann Framfara- og ferðamálafélagsins um útfærslu stuðningsins. Samþykkt samhljóða.​

 • Tilboð í ljós­leiðara, drög að kaup­samn­ingi – Tengir

  Lögð fram drög að kaupsamningi frá Tengi í ljósleiðarakerfi Vopnafjarðarhrepps. Hreppsráð vísar erindinu til sveitarstjórnar og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga samanber umræðu á fundi. Samþykkt samhljóða.​


 • Boð á aðal­fund HAUST

  ​Á milli funda var Söndru Konráðsdóttur veitt umboð til að fara með atkvæði Vopnafjarðarhrepps á aðalfundi HAUST sem fór fram 28.október síðastliðinn af hreppsráði. Samþykkt samhljóða.​

 • Gjöf til Sunda­búðar – hugmyndir frá Holl­vina­sam­tökum Sunda­búðar

  ​Lagt fram minnisblað frá Hollvinasamtökum Sundabúðar. Hreppsráð þakkar fyrir greinargóðar hugmyndir vegna íbúða aldraðra. Hreppsráð mun vinna þessar hugmyndir áfram og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Samþykkt samhljóða. ​

 • Félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins - minn­is­blað

  ​Lagt fram minnisblað um félagslegar íbúðir sveitarfélagsins.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Land­vernd - Vindorka, vöndum til verka

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Bréf frá Erlu Sveins­dóttur og Gunn­laugi Einars­syni – skólpmál í Skála­nesvík

  ​Hreppsráð þakkar fyrir bréfið og felur sveitarstjóra að svara bréfinu. Skólpmálin í Skálanesvík verða sett inn í fjárhagsáætlun 2021 og verður farið í verkið á næsta ári. Undirbúningsvinna er nú þegar hafin. Samþykkt samhljóða. ​

 • Bréf frá Stefáni Hrafns­syni - minka­veiði í sveit­ar­fé­laginu

  ​Lagt fram bréf frá Stefáni Hrafnssyni um minkaveiði í sveitarfélaginu. Hreppsráð þakkar ábendingarnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. ​

 • Bréf frá Samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytinu – frestur vegna skila á fjár­hags­áætlun 2021

  ​Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi frest sem hægt er að óska eftir vegna skila á fjárhagsáætlun 2021. Hreppsráð óskar eftir fresti til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til 1.desember. Fjárhagsáætlun 2021 fer í fyrri umræðu í sveitarstjórn 19.nóvember næstkomandi og seinni umræðu og til afgreiðslu 10.desember næstkomandi. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 12:11.