Hreppsráð

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2018—2022

5. nóvember 2020

Safnaðarheimilið kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 5.nóvember 2020 í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Fræðslu­nefnd 24.9

  Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Fræðslu­nefnd 22.10

  Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 19.10

  i.      Bakka­varnir í Hofsá í Vopna­firði í land i Ásbrands­staða – Fram­kvæmda­leyfiHreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og heim­ilar skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi. Samþykkt samhljóða. ii.     Ytri hlíð – umsókn um stofnun lóðarHreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðar í Ytri hlíð. Samþykkt samhljóða.Að öðru leyti er fund­ar­gerðin lögð fram til kynn­ingar

 • Almanna­varn­ar­nefnd Aust­ur­lands 19.10

  ​Lögð fram fund­ar­gerð Almanna­varn­ar­nefndar Aust­ur­lands og minn­is­blað frá lögreglu­stjór­anum á Aust­ur­landi um skipan í nefndina. Á fund­inum var ákveðið að fækkað yrði full­trúum í nefnd­inni í kjölfar samein­ingar fjög­urra sveit­ar­fé­laga í fjórð­ungnum, auk þess bætist við full­trúi Lands­bjargar á Aust­ur­landi. Sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps er full­trúi í nefnd­inni og hreppsráð tilnefnir Björn Heiðar Sigur­björnsson sem vara­mann. Samþykkt samhljóða.​

 • 889.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 16.10

  ​​
  Lagt fram til kynn­ingar.

 • FFPA 16.10

  ​Sveit­ar­stjóri segir frá stöðu mála í Finna­fjarð­ar­verk­efninu. Hreppsráð tekur undir afstöðu stjórnar FFPA í lið 1. Hreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að senda Samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra erindi þar sem leitað er eftir fjár­stuðn­ingi til Langa­nes­byggðar og Vopna­fjarð­ar­hrepps við ráðn­ingu verk­efn­is­stjóra tíma­bundið til að sinna helstu verk­efnum tengdum Finna­fjarð­ar­verk­efninu. Þetta erindi verði sent og unnið í samvinnu við sveit­ar­stjórn Langa­nes­byggðar.Hlut­verk verk­efn­is­stjóra verði m.a. að vinna að viðræðum við land­eig­endur, fylgja eftir mikil­vægum málum er upp koma hverju sinni og þörf er á hverju sinni til að koma á hafn­sæk­inni starf­semi í Finna­firði. Þessi stuðn­ingur er ekki háður komu ríkisins að verk­efninu að öðru leyti. Samþykkt samhljóða.

 • Fram­kvæmda­stjórn Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands 28.10

  ​Fyrir lá fund­ar­gerð fram­kvæmda­stjórnar Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands, dags. 28.10.20, þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðal­fundar Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands miðviku­daginn 18. nóvember 2020. Hreppsráð samþykkir að Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri sitji  aðal­fund SKA og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­hrepps. Samþykkt samhljóða.​

 • 890.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • 9 mánaða árshluta­upp­gjör og útkomuspá Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020

  ​Lagt fram til kynn­ingar 9 mánaða árshluta­upp­gjör og útkomuspá Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020. ​

 • Leigu­íbúðir aldr­aðra - drög að teikn­ingu

  ​Lögð fram uppfærð tillaga af teikn­ing­unni á leigu­íbúðum aldr­aðra í Sundabúð 2 og 3. Hreppsráð samþykkir teikn­inguna og felur sveit­ar­stjóra að útbúa verklags­reglu um endur­bætur á íbúðum í Sundabúð þar sem stuðst verður við þessa teikn­ingu og leggja hana fyrir. Eins felur hreppsráð sveit­ar­stjóra að taka saman kostn­að­ar­áætlun við þessar endur­bætur sem verður gert ráð fyrir í fjár­hags­áætl­un­ar­gerð 2021. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um tónlist­arnám utan sveit­ar­fé­laga

  ​Mál tekið út af dagskrá vegna nýrra upplýs­inga. Umsóknin á ekki lengur við.​

 • Beiðni um áfram­hald­andi stað­festan stuðning – Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa

  ​Hreppsráð stað­festir áfram­hald­andi stuðning við verk­efnið, „Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa" og felur sveit­ar­stjóra að taka samtal við formann Fram­fara- og ferða­mála­fé­lagsins um útfærslu stuðn­ingsins. Samþykkt samhljóða.​

 • Tilboð í ljós­leiðara, drög að kaup­samn­ingi – Tengir

  Lögð fram drög að kaup­samn­ingi frá Tengi í ljós­leið­ara­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps. Hreppsráð vísar erindinu til sveit­ar­stjórnar og felur sveit­ar­stjóra að afla frekari upplýs­inga samanber umræðu á fundi. Samþykkt samhljóða.​

 • Boð á aðal­fund HAUST

  ​Á milli funda var Söndru Konráðs­dóttur veitt umboð til að fara með atkvæði Vopna­fjarð­ar­hrepps á aðal­fundi HAUST sem fór fram 28.október síðast­liðinn af hrepps­ráði. Samþykkt samhljóða.​

 • Gjöf til Sunda­búðar – hugmyndir frá Holl­vina­sam­tökum Sunda­búðar

  ​Lagt fram minn­is­blað frá Holl­vina­sam­tökum Sunda­búðar. Hreppsráð þakkar fyrir grein­ar­góðar hugmyndir vegna íbúða aldr­aðra. Hreppsráð mun vinna þessar hugmyndir áfram og leggja fyrir sveit­ar­stjórn til samþykktar. Samþykkt samhljóða. ​

 • Félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins - minn­is­blað

  ​Lagt fram minn­is­blað um félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Land­vernd - Vindorka, vöndum til verka

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Bréf frá Erlu Sveins­dóttur og Gunn­laugi Einars­syni – skólpmál í Skála­nesvík

  ​Hreppsráð þakkar fyrir bréfið og felur sveit­ar­stjóra að svara bréfinu. Skólp­málin í Skála­nesvík verða sett inn í fjár­hags­áætlun 2021 og verður farið í verkið á næsta ári. Undir­bún­ings­vinna er nú þegar hafin. Samþykkt samhljóða. ​

 • Bréf frá Stefáni Hrafns­syni - minka­veiði í sveit­ar­fé­laginu

  ​Lagt fram bréf frá Stefáni Hrafns­syni um minka­veiði í sveit­ar­fé­laginu. Hreppsráð þakkar ábend­ing­arnar og felur sveit­ar­stjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. ​

 • Bréf frá Samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytinu – frestur vegna skila á fjár­hags­áætlun 2021

  ​Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytinu varð­andi frest sem hægt er að óska eftir vegna skila á fjár­hags­áætlun 2021. Hreppsráð óskar eftir fresti til að leggja fram tillögu að fjár­hags­áætlun til 1.desember. Fjár­hags­áætlun 2021 fer í fyrri umræðu í sveit­ar­stjórn 19.nóvember næst­kom­andi og seinni umræðu og til afgreiðslu 10.desember næst­kom­andi. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 12:11.