Hreppsráð

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2018—2022

3. september 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Land­bún­að­ar­nefnd 20.8.

  ​i. Önnur mál: Sorp­hirða er viðkemur bændum er í vinnslu hjá sveit­ar­stjóra. Að öðru leyti er fund­ar­gerðin lögð fram til kynn­ingar. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Þróun­ar­verk­efni um vindorku – kynning frá Eflu

  ​Hafsteinn Helgason frá Eflu og Sigur­geir Tryggvason frá Summu kynntu þróun­ar­verk­efnið um vindorku sem er á vinnslu­stigi og svaraði spurn­ingum hrepps­ráðs. ​

 • Viðskipti mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram til kynn­ingar minn­is­blað um viðskipti Vopna­fjarð­ar­hrepps við Kauptún. Hreppsráð felur deildum sveit­ar­fé­lagsins að versla eftir fremsta megni í heima­byggð.  Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

 • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps – minn­is­blað

  ​Minn­is­blað um húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps lagt fram. Hreppsráð samþykkir minn­is­blaðið og felur sveit­ar­stjóra að skila inn minn­is­blaðinu til Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar og í kjöl­farið setja uppfærslu á húsnæð­isáætl­un­inni í ferli. Samþykkt samhljóða.​

 • Reglur um skóla­akstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi - drög

  ​Drög að reglum um skóla­akstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi lögð fram. Hreppsráð vísar drög­unum til Fræðslu­nefndar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Samn­ingur um akstur skóla­barna - drög

  ​Drög að samn­ingum um akstur skóla­barna lögð fram. Hreppsráð vísar drög­unum til Fræðslu­nefndar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Auglýsing vegna leigu­íbúða á Skála­nes­götu

  ​Auglýsing vegna leigu­íbúða á Skála­nes­götu 8b-8g lögð fram. Hreppsráð samþykkir auglýs­inguna og felur sveit­ar­stjóra að setja auglýs­inguna í loftið. Samþykkt samhljóða.​

 • Rekstur á flug­velli Isavia

  ​Lagt fram til kynn­ingar minn­is­blað um rekstur flug­vall­arins á Vopna­firði og lend­ing­ar­tölur frá Isavia. Hreppsráð sér ekki hag sinn í því að sveit­ar­fé­lagið taki yfir rekstur flug­vall­arins af Isavia miðað við fram­an­greindar forsendur og áréttar að þetta sé ekki hlut­verk sveit­ar­fé­lagsins og hvetur ríkið til að standa vörð um opinber störf á lands­byggð­inni. Samþykkt samhljóða.​

 • Stöðu­gildi í útibúi Lands­bankans á Vopna­firði

  ​Ekki hefur ráðið í starf útibús­stjóra Lands­bankans á Vopna­firði sem lét af störfum í vor vegna aldurs. Hreppsráð hefur áhyggjur af því að ekki hefur verið ráðið í starfið og felur sveit­ar­stjóra að fá fund með yfir­manni útibúsins á Vopna­firði. Samþykkt samhljóða.​

 • Síma­sam­band í Selár­laug

  ​Það er ekkert gsm samband í Selárdal og þar með Selár­laug. Í ljós­leið­ar­anum sem er núna kominn við sund­laugina er gert fyrir ráð fyrir endur­varpa sem myndi tryggja gsm samband. Hreppsráð hvetur fjar­skipta­fyr­ir­tækið til að setja endur­varpa svo tryggt sé gsm samband í Selár­dalnum vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:23.