Hreppsráð

Fundur nr. 17

Kjörtímabilið 2018—2022

15. júní 2020

skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Fræðslu­nefnd 20.5

  Lagt fram til kynn­ingar. Hreppsráð lýsir ánægju sinni með það að verið sé að kanna mögu­leikann á tungu­mála­kennslu fyrir tvítyngd börn.

 • Samtök sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga – ársreikn­ingur og fundur nr. 58

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga 11.5

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • 884. Fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Aðal­fundur og ársskýrsla SFV

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skipu­lags og umhverf­is­nefnd 2.6.

  ​i. Lýsing á deili­skipu­lagi vegna Þver­ár­virkj­unarHreppsráð samþykkir að deili­skipu­lagið verði auglýst og kynnt með vinnslu­til­lög­unni á breyt­ingu á aðal­skipu­laginu á Þver­ár­virkjun og streng yfir Hell­is­heiði. Samþykkt samhljóða.
  ii. Húsnæð­ismál – stofn­framlagHreppsráð tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar sem er svohljóð­andi: „Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd telur fram­kvæmdina vera í samræmi við land­notkun, byggð­ar­mynstur og þétt­leika byggðar og leggur til að húsin tvö fari í grennd­arkynn­ingu og þau skuli grennd­arkynnt í allri Skála­nes­götu og í Kolbeins­götu 42 - 64." og felur sveit­ar­stjóra að koma fram­kvæmd­inni í grennd­arkynn­ingu. Einnig tekur hreppsráð undir það að unnið verði að deili­skipu­lagi í íbúa­byggð. Samþykkt samhljóða.


2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Ársreikn­ingur 2019 – síðari umræða

  ​Ársreikn­ingur Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna 2019 er tilbúinn til endur­skoð­unar og afgreiðslu sveit­ar­stjórnar í seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.​

 • Sumar­leyfi sveit­ar­stjórnar og hrepps­ráðs

  ​Hreppsráð leggur til að sumar­leyfi sveit­ar­stjórnar frá hefð­bundnum fund­ar­höldum verða á tíma­bilinu 19.júní til og með 19.ágúst. Fyrsti fundur sveit­ar­stjórnar eftir sumar­leyfi verður 20.ágúst. Á meðan sveit­ar­stjórn er í sumar­leyfi fer hreppsráð með sömu heim­ildir og sveit­ar­stjórn hefur ella. Samþykkt samhljóða.​

 • Rekstur mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Minn­is­blað um rekstur mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­hrepps lagt fram. Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram með hluað­eig­andi aðilum. Samþykkt samhljóða.​

 • Umsókn um lán til Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga v/bygg­ingu leigu­íbúða

  ​Hreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps leggur til við sveit­ar­stjórn að samþykkja að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höfuð­stól allt að kr. 170.000.000,  til allt að 37 ára, í samræmi við samþykkta láns­um­sókn sem liggur fyrir á fund­inum og sem hreppsráð hefur kynnt sér. Hreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að til trygg­ingar láninu (höfuð­stól, affalla auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­aðar), standa tekjur sveit­ar­fé­lagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvar­s­tekjum sínum og fram­lögum til sveit­ar­fé­lagsins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lánið tekið til fjár­mögn­unar á bygg­ingu félags­legs húsnæðis sem felur í sér að vera verk­efni sem hefur almenna efna­hags­lega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opin­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.Jafn­framt er Baldri Kjart­ans­syni, fjár­mála­stjóra Vopna­fjarð­ar­hrepps, kt. 300160-4849, veitt fullt og ótak­markað umboð til þess f.h. Vopna­fjarð­ar­hrepps að undir­rita láns­samning við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, undir­rita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrir­mæli og tilkynn­ingar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.

 • Aðal­fundur SSA 23.júní

  ​Lagt fram til kynn­ingar, kosnir verða full­trúar Vopna­fjarð­ar­hrepps á aðal­fund SSA á næsta sveit­ar­stjórn­ar­fundi, 18.júní 2020. Þrír aðal­menn og þrír til vara.​

 • Aðal­fundur Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga 12.júní

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Stofn­að­ilar Starf­send­ur­hæf­ingar Aust­ur­lands – tilnefn­ingar í stjórn StarfA

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Drög að samn­ingi um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Drög að samn­ingi um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps lagður fram. Vísað til sveit­ar­stjórn­ar­fundar 18.júní 2020.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Sigurði Inga Jóhanns­syni, samgöngu og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra varð­andi Covid-19 farald­urinn

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 10:05.