Hreppsráð

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2018—2022

7. maí 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 16.4.

    ​Lagt fram til kynningar.​

  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 27.4.

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 30.4.

    Liður 1 og 2: Umræða um Vopnaskak

    Hreppsráð tekur undir bókun nefndarinnar og styður við það að halda umræðunni opinni í ljósi þess hve ástandið er að breytast hratt í samfélaginu.

    Liður 4: Styrkbeiðni tónleikakóra Vopnafjarðar

    Vegna breyttra forsenda er starfandi sveitarstjóra falið að hafa samband við kórmeðlimi.

    Hreppsráð áréttar að nefndir séu fullmannaðar á fundum og varamenn boðaðir inn ef aðalmenn komast ekki.​



  • Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd 27.4.

    Lagt fram til kynningar.

  • 881.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 24.4.

    ​Lagt fram til kynningar.​

  • 882.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.4.

    ​Lagt fram til kynningar.​

  • 155.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 28.4.

    ​Lagt fram til kynningar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Samn­ingur á milli Aust­ur­brúar og Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020-2022

    ​Lagt fram til kynningar. Starfandi sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Austurbrú um starfsemina. ​

  • Menn­ing­ar­styrkir til jaðar­svæðis – grein­ar­gerð

    ​Hreppsráð lýsir yfir ánægju sinni með greinargerðina sem menningarmálanefnd, starfsmaður Austurbrúar og verkefnastjóri frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála unnu í sameiningu. Verkefnastjóra frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála falið að vinna verkefnið áfram. Hreppsráð leggur til að hópurinn nýti sér úrræði Austurbrúar við útfærslu verkefnisins. Samþykkt samhljóða.​

  • Drög að samn­ingum um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

    ​Farið yfir drög að samningum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og þær samþykktar með smávægilegum breytingum. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þær á fundi sínum 20.maí 2020 ásamt reglum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi. Samþykkt samhljóða.​

  • Fram­lenging á yfir­drátt­ar­heimild

    ​Baldur Kjartansson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn 09:56 og fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.​

  • Erindi frá Jörgen Sverris­syni – kaffi­húsið Kaup­vangi og tjald­svæð­ismál

    ​1. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi rekstur á kaffihúsinu Kaupvangi: Hreppsráð felur starfandi sveitarstjóra að boða til fundar með hreppsráði og rekstraraðila kaffihússins vegna hugmyndar að breyttu rekstrarfyrirkomulagi kaffihússins.

    2. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi tjaldsvæðismál: Hreppsráð tekur vel í þessar hugmyndir um tjaldsvæði á Merkistúni og felur starfandi sveitarstjóra að taka saman hver kostnaður sveitarfélagsins yrði við verkefnið.​


  • Vall­arhús – rekstur og utan­um­hald

    ​Hreppsráð felur starfandi sveitarstjóra að eiga áframhaldandi viðræður við stjórn Einherja um daglegan rekstur á Vallarhúsinu þá mánuði sem fótboltatímabilið er í gangi, eða frá maí til september 2020. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.​

  • Ráðning sveit­ar­stjóra

    ​Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Söru Elísabetu Svansdóttur í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið 2018-2022. Söru Elísabetu Svansdóttur er jafnframt veitt leyfi frá störfum skrifstofustjóra á meðan á tímabundinni ráðningu hennar sem sveitarstjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfirstandandi kjörtímabils. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:48.