Hreppsráð

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

10. janúar 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 11:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Aðal­fundur Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga árið 2019 29.11.

  ​Lagt fram.​

 • 877.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 13.12

  ​Lagt fram.​

 • Fræðslu­nefnd 17.12.

  ​Lagt fram.​

 • Íþrótta- og æsku­lýðs­nefnd 7.1.

  ​1.mál: Heitir pottar við íþróttahúsHeitir pottar hafa verið í skoðun og verða áfram í skoðun en aðstæður bjóða ekki upp á að ákvörðun verði tekin að svo stöddu. Skoða verði fram­kvæmdir í og við íþrótta­húsið í samhengi við önnur möguleg áform.
  2.mál: ÍþróttahúsHreppsráð felur sveit­ar­stjóra að fá frekari upplýs­ingar frá formanni Einherja.
  3.mál: Gjald­taka á unglinga í líkams­ræktinaEkki hefur verið um slíka gjald­töku að ræða og hafa viðkom­andi aðilar verið upplýstir um það.
  4.mál: Afsláttur fyrir unglinga á aldr­inum 16-18 áraHreppsráð leggur til að árskort í líkams­rækt fyrir ungmenni á aldr­inum 16-18 ára verði felld undir frístunda­styrk. Vísað til næsta sveit­ar­stjórn­ar­fundar. Samþykkt ​2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga á fisk­veiði­árinu 2019/2020

  ​1. Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga á fisk­veiði­árinu 2019/2020Hreppsráð fagnar aukn­ingu á úthlut­uðum byggða­kvóta til Vopna­fjarð­ar­hrepps og vísar erindinu til atvinnu- og ferða­mála­nefndar og óskar eftir afstöðu þeirra til sérstakra skil­yrða um úthlutun. Óskað er eftir því að fund­ar­gerð berist fyrir 20.janúar næst­kom­andi.​

 • Samn­ingur um sjúkra­flutn­inga

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Vinnulag vegna fjár­hags­áætl­unar

  ​Hreppsráð felur sveit­ar­stjóra að uppfæra vinnulag vegna fjár­hags­áætl­unar samanber umræðu á fundi og vísar tillög­unni til allra nefnda sveit­ar­fé­lagsins til kynn­ingar og umsagnar. ​

 • Gáma­flutn­ingar frá Vopna­firði

  ​Hreppsráð samþykkir að farið verði í fram­kvæmdir fyrir allt að 1.200.000 kr vegna upsetn­ingar á rafmagn­steng­inum fyrir frystigáma. Leggur jafn­framt til að skoðað verði að leggja rafmagn fyrir smábáta­að­stöðu norðan við vigt­ar­húsið í leið­inni.​

Í byrjun fundar var leitað afbrigða um að taka inn á dagskrá erindi frá Brim varðandi gámaflutninga og var það samþykkt samhljóða.