Hafn­ar­nefnd

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2018—2022

7. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 425.fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands 24.8

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 426.fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands 28.9

    ​Lagt fram til kynningar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Skýrsla hafn­ar­varðar sept­ember 2020

    ​Skýrsla hafnarvarðar fyrir septembermánuð lögð fram. Hafnarnefnd lýsir ánægju með að verið sé að vinna í öryggismálum og leggur áherslu á að stigar á öllum bryggjum verði í lagi og að öryggismálin öll komin í lag fyrir lok árs. Varðandi lóðsmál þá eru þau í góðum farvegi. Samþykkt samhljóða.​

  • Tilboð í mynda­vélar

    L​agt fram tilboð í myndavélakerfi fyrir innsiglinguna á höfninni. Hafnarnefnd telur að nóg sé að vera með myndavél á smábátahöfn og löndunarbryggju til að byrja með og skoða frekar myndavél á innsiglingunni síðar. Samþykkt samhljóða.​

  • Hafn­ar­veður – sjáv­ar­hæð­ar­mæling og veður­stöð

    ​Lagt fram tilboð frá VISTA í búnað varðandi sjávarhæðarmælingu og veðurstöð á höfninni. Hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð í búnaðinn frá VISTA og vísa til fjárhagsáætlunargerðar 2021. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:18.