Hafn­ar­nefnd

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

1. september 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Skýrsla hafn­ar­varðar

    ​Skýrsla hafnarvarðar fyrir ágústmánuð lögð fram. Hafnarnefnd leggur áherslu á að öryggismálin verði unnin hratt og vel og minnir á að lýsing þarf að vera til staðar í öllum stigum nú þegar fer að dimma. Varðandi myndavélakerfi hafnarinnar þá er sveitarstjóra falið að kanna hvaða kerfi er verið að nota og hvort ekki sé hægt að hafa streymi af höfninni á nýja vef heimasíðunnar. ​

2. Önnur mál#2-onnur-mal

  • Lyftari á höfn­inni

    ​Hafnarnefnd telur ekki þörf á því að sveitarfélagið sé að reka lyftara á höfninni. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:18.