Hafn­ar­nefnd

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

1. september 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Skýrsla hafn­ar­varðar

    ​Skýrsla hafn­ar­varðar fyrir ágúst­mánuð lögð fram. Hafn­ar­nefnd leggur áherslu á að örygg­is­málin verði unnin hratt og vel og minnir á að lýsing þarf að vera til staðar í öllum stigum nú þegar fer að dimma. Varð­andi mynda­véla­kerfi hafn­ar­innar þá er sveit­ar­stjóra falið að kanna hvaða kerfi er verið að nota og hvort ekki sé hægt að hafa streymi af höfn­inni á nýja vef heima­síð­unnar. ​

2. Önnur mál#2-onnur-mal

  • Lyftari á höfn­inni

    ​Hafn­ar­nefnd telur ekki þörf á því að sveit­ar­fé­lagið sé að reka lyftara á höfn­inni. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:18.