Hafn­ar­nefnd

Fundur nr. 10

Kjörtímabilið 2018—2022

18. ágúst 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 419.fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 420.fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 20.fundur Sigl­inga­ráðs

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 21.fundur Sigl­inga­ráðs

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Skýrsla hafn­ar­varðar

  ​Skýrsla hafn­ar­varðar frá sumrinu 2020 lögð fram. Varð­andi örygg­ismál á höfn­inni þá leggur nefndin áherslu á að það verði farið í þau strax og allt lagað sem er ábóta­vant. Hafn­ar­stjóra falið að kanna hjá Faxa­flóa­höfnum hvort hægt sé að fá úttektaraðila til að taka út örygg­ismál á höfn­inni. Varð­andi lyftara á höfn­inni þá telur hafn­ar­nefnd enga ástæðu fyrir því að sveit­ar­fé­lagið sé með lyftara á höfn­inni. ​

 • Lönd­un­ar­krani – uppsetning á nýjum krana

  ​Hafn­ar­nefnd leggur til við sveit­ar­stjórn að uppsetning á nýjum lönd­un­ar­krana verði sett inn í fjár­hags­áætlun fyrir næsta ár. ​

 • Boðun á hafna­sam­bands­þing 2020

  ​Lagt fram til kynn­ingar. ​

 • Ársreikn­ingur hafna­sam­bands Íslands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Bréf til Vopn­firð­inga – örygg­ismál á höfn­inni

  ​Tekið fyrir bréf frá Birni Hreins­syni varð­andi örygg­ismál á höfn­inni. Hafn­ar­nefndin þakkar fyrir að ekki fór verr og leggur ríka áherslu á að þessum málum verði öllum komið í lag sem fyrst. ​

3. Önnur mál#3-onnur-mal

 • Gjald­taka á gámaplani

  ​Lóðin er í eigu sveit­ar­fé­lagsins. Sveit­ar­stjóra falið að finna út með fjár­mála­stjóra hvernig gjald­töku skuli háttað.​

 • Lóðs í afleys­ingum

  ​Rætt um lóðsmál á höfn­inni. Hafn­ar­stjóra falið að ræða við báta­sjóð Björg­un­ar­sveit­ar­innar Vopna um hvort þeir hafi mann­skap og áhuga til að sinna þessu.​