Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2018—2022

8. júní 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:45

Fræðslunefndarfundur haldinn 8.6.2021 klukkan 11:45.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Málefni leik­skólans

  Sandra upplýsti að eftir kynningu á verkefninu „jákvæður agi" væri búið að samþykkja að allir starfsmenn leik og grunnskóla fara á námsskeið í haust.

  Fyrst verður námskeið á Vopnafirði þann 1.nóvember og svo fara starfsmenn til Akureyrar 13.nóvember  á framhaldsnámskeið .

  Einnig nefndi Sandra að hægt væri að senda kennara á réttindarnámskeið til að hægt sé að kynna þetta fyrir foreldrum og leiðbeina í framhaldi.

  Sandra kynnti dagatal leikskólans.

  Þar sem seinni dagur námskeiðisins „Jákvæður agi" verður á laugardegi þá fá starfsmenn frí í staðinn 27. og 28. desember og verður leikskólinn lokaður þá daga. Var dagatalið samþykkt.

  Fundur vegna hugsanlegra breytinga á sumarfríi leikskólans næstu ár er kominn á dagskrá.

  Búið er að auglýsa eftir starfsmanni í hlutastarf sem varð til vegna styttingu vinnuvikunnar og til að dekka afleysingu.

  Rætt var um framkvæmdir á lóð og við leikskólann, inni á eftir að mála og gera hljóðvist á Ásbrún.

  Svo á Leikskólinn Brekkubær 30 ára afmæli 1 desember.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 12:45.