Fundur nr. 15
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilið Mikligarður kl. 12:15
Einar Björn Kristbergsson
NefndarmaðurFreyja Sif Wiium
NefndarmaðurSigurþóra Hauksdóttir
NefndarmaðurHjörtur Davíðsson
NefndarmaðurDorota Burba
NefndarmaðurAðalbjörn Björnsson
SkólastjóriSandra Konráðsdóttir
LeikskólastjóriHrafnhildur Ævarsdóttir
Fulltrúi leikskólakennaraAðalbjörn fór yfir skóladagatal næsta árs. Skólasetning verður 20. ágúst og skólaslit 31. maí. Venja hefur verið fyrir frídegi í kringum 1. maí en það er í skoðun. Skóladagatal samþykkt af nefndarmönnum.
Aðalbjörn nefndi að í
ljósi aðstæðna verður Árshátíð skólans ekki með venjulegu sniði. Ræddi hann
möguleikann á því að henni verði skipt niður svo foreldrar geti séð atriði
síns barns, einnig rætt um möguleikann að taka atriðin upp um leið og þau verða
tilbúin og send út á netinu fyrir lokaða hópa og svo eytt út eftir sýningu. En
eins og staðan er í dag er allt opið og verður fylgst með og farið eftir
sóttvarnarreglum.
Skólaslit verða líklega með sama sniði og síðasta ár, 10. Bekkur útskrifast með sér athöfn.
Fyrir næsta skólaár mun einn kennari hætta og tveir eru á leið í barneignaleyfi auk þess er einn skólaliði nýfarinn í barneignafleyfi.
Ljóst er að það vantar handavinnukennara fyrir næsta skólaár, mögulega verður sú stað auglýst eða einhver starfandi kennari tekur það að sér.
Eins og staðan er í dag þá fækkar nemendum um 9 næsta ár, og það verður enginn nemandi í fyrsta bekk.
Á döfinni er að rekstur mötuneytis færist úr rekstri skólans til verktaka.
Rætt var um skólaakstur leikskólabarna og gengur það bara mjög vel, í dag eru tvö börn sem nýta sér þá þjónustu.
Aðalbjörn ætlar að leggja til að vissar ferðir t.d. skíðaferð og fleiri verði settar inn í rekstur skólans.
Sandra óskaði eftir
heimild til þess að fresta starfsdegi
sem átti að vera 14. Maí ,daginn á að nota í ferð til Húsavíkur til að kynna
sér starfsemi leikskólanna þar og einnig á að kynna sér stefnuna „ Jákvæður agi, heimildin verður
nýtt ef sóttvarnarreglur koma í veg fyrir það að hægt verði að fara ferðina á
fyrirhuguðum degi.
Nefndarmenn samþykkja ef reglurnar verða þannig.
„Jákvæður Agi“ námskeið
rætt og einnig kom upp sú hugmynd að gott væri að kynna það einnig fyrir foreldrum og
grunnskólakennurum.
Fræðslunefnd barst bréf um að sumarfrí yrðu breytilegri en viku tilfærsla sem er núna.
Tillögurnar voru;
1.„Tveggja vikna lokun og foreldrar velja vikur sitthvoru megin við þessar tvær vikur."
2."Aukinn breytileiki. Lokun á meðan á sumarleyfi stendur, en sumarleyfi „rúllar" milli þriggja tímabila á þremur árum. Frá byrjun Júní, þá næst frá lok júní fram í lok júlí, síðast frá lok júlí fram í miðjan ágúst." Vísað er í grein um sumarleyfi hjá Akureyrabæ t.d. )
3.„Lokun í fjórar vikur. Hvaða leið sem yrði farin , þá væri aðeins lokað í fjórar vikur. Þó væri gott að hafa ákveðinn hvata til að taka auka viku. Fimmta vikan yrði þá gjaldfrjáls ef hún yrði tekin öðru hvoru megin við lokunina".
Sandra nefnir vandkvæði sem þarf að hafa í huga við athugun þessa máls:
Meðal annars þá hefur orlofsdögum starfsmanna fjölgað og nú eiga allir strafsmenn 30 daga í orlof og með því að stytta sumarlokun í 4 vikur þá bætast samtals 180 dagar við í orlof. Þá þarf fleiri til að leysa af og þá myndi aðlögun nýrra barna ekki byrja fyrr en i september.Það sé því ljóst að ef fríið er stytt þá fylgir því aukinn kostnaður.
Fræðslunefnd telur að ekki sé hægt að breyta fyrirkomulaginu á þessu ári en leggur til að möguleg breyting á fyrirkomulaginu fyrir næsta ár verði skoðuð af sveitarstjóra í samráði við leikskólastjórnendur strax í haust.