Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 14

Kjörtímabilið 2018—2022

22. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 22. október í Miklagarði. Fundur hófst kl: 11:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Kosning ritara

  Freyja Sif Wiium var tilnefnd og samþykkt.


 • Málefni leik­skólans

  ​Sandra fór yfir stöðugildi leikskólans og þar kom fram að þau hafa aldrei verið fleiri, alls eru stöðugildin 13,45 og verða 14,25 eftir áramót. Þar af er um 1,9 stöðugildi í afleysingu  vegna  undirbúnings sem jókst  mikið við nýja samninga leikskólakennara  sem tóku gildi 1. október.

  Fram kom  að mikið væri búið að vera um veikindi starfsmanna þetta haustið.

   Börn eru alls 34 og verða 38 eftir áramót. Mikið er af ungum börnum og þar af leiðandi fleiri stöðugildi. 

  Sandra kynnti líka fyrir okkur Ecers kvarðann, sem er kvarði til að meta í heild umhverfi leikskólans og starf leikskólakennara, og er verið að vinna í því.

  Rætt var um að hljóðvist í Ásbrún væri mjög slæm en áætlað er að úr því verði bætt á næsta ári, einnig er áætlað að unnið verði að endurbótum á leikskólalóðinni á næsta ári og að hún verði fullkláruð 2022.

  Sandra sagði frá hversu erfitt væri að framkvæma styttingu vinnuvikunnar sem á að taka gildi 1. Janúar 2021. Fram kom hjá henni að jafnvel þyrfti að bæta við stöðugildi til að leysa það. En unnið er að lausn að þessu með sveitarstóra.
  Sandra fór fram á það að starfsmenn fengju leyfi til þess að vinna af sér hálfan starfsdag sem á að verða 4. Janúar og taka skyndihjálparnámskeið eftir lokun leikskóla annan dag og var það samþykkt.


  Lagt var til að dagarnir milli jóla og áramóta 28.29.og 30.des yrðu gjaldfrjálsir ef börnin væru í fríi þá daga, það yrði val foreldra. Nefndarmenn samþykktu.


 • Kynning á drögum að akstri með leik­skóla­börn

  ​Farið var yfir drög að akstri fyrir leikskólabörn úr sveitinni. Þórhildur kynnti drögin fyrir nefdinn m.a hvernig þessu er háttað í 2 öðrum sveitarfélögum sem eru með leikskólaakstur. Rætt var um að til stendur að stofna vinnuhóp með fulltrúum allra þeirra sem koma munu að þessu máli. ​

 • Barn­vænt sveit­ar­félag

  Þórhildur kynnti verkefnið „Barnvænt sveitarfélag" sem  hún hefur verið  að vinna að. 

  Kynnti hún einnig að hún þyrfti að stofna stýrihóp sem verður að vinna í þessu verkefni og þar þyrfti hún að fá í hópinn einn aðila úr fræðslunefnd.

  Hjörtur Davíðsson var tilnefndur og samþykktur. ​


Engin voru önnur mál og fundi slitið kl 13:00