Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2018—2022

24. september 2020

Vopnafjarðarskóli kl. 12:00
Hjörtur Davíðsson ritaði fundargerð

Fundur haldinn í fræðslunefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 24.september í Vopnafjarðarskóla. Fundur hófst kl. 12:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Málefni grunn­skólans

    ​Aðal­björn fór yfir starfs­hlut­fall og kennslu­stundir kennara og stjórn­enda og gerði grein fyrir því að Ása Sigurð­ar­dóttir hefur verið ráðin deild­ar­stjóri sérkennslu í leik og grunn­skóla en hlut­fall sérkennslu er frekar hátt og hefur aldrei verið hærra. Stöðu­gildi kennara eru 15,7 og stöðu­gildi annara starfa er 6,75. Samkennsla árganga eru 82 stundir. Nemendur eru 78 þar af eru 62 í þorpinu og 16 í sveit­inni. Í haust var ráðinn verktaki sem matráður og verður það þannig að minnsta kosti fram að áramótum.Miklar umræður voru um skóla­starfið í heild sinni þar á meðal að nauð­syn­legt væri að koma upp einhverri aðstöðu fyrir börn úr sveit­inni sem eru komin í 5.bekk og eldri en þurfa að bíða eftir heim­keyrslu.

  • Samn­ingar um skóla­akstur/reglur um skóla og frístunda­akstur

    ​Mestar umræður urðu um hugmyndir um akstur leik­skóla­barna með skóla­bílum og voru nefnd­ar­menn á því að þessar hugmyndir væru greini­lega ekki full­unnar og að nauð­syn­legt væri m.a að fá upplýs­ingar um það hvernig þetta hafi gengið á öðrum stöðum. Nefndin leggur áherslu á það að skóla­akstur grunn­skóla­barn er númer eitt og alls ekki megi þetta verða til þess að seinkun verði á akstr­inum og  telur að ef út í þetta verður farið verði lágmarks­aldur 4 ár. Einnig er það skoðun nefnd­ar­innar að ef af þessu verður þá verði þetta að vera í boði fyrir öll börn sem regl­urnar ná yfir óháð því hvort pláss sé í skóla­bíl­unum.Mikil­vægt er að fullt samráð verði haft við alla aðila sem að þessu koma. Nefndin telur það ljóst að þessu gæti fylgt einhver auka­kostn­aður bæði vegna aksturs og svo móttöku barn­anna.Nefndin gerir ekki athuga­semdir við endur­nýjun samn­inga um skóla­akstur.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:00.