Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2018—2022

20. maí 2020

Vopnafjarðarskóli kl. 12:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Málefni grunn­skólans

  albjörn byrjaði á því að fara yfir lok núverandi skólaárs. Ýmsar breytingar voru gerðar vegna Covid-19 faraldursins til þess að koma til móts við fyrirmæli stjórnvalda. Breytingar verða á skólaslitum. Ekki verður haldin ein stór athöfn heldur mun hver bekkur eiga kveðjustund með sínum umsjónarkennara. Þó verður haldin athöfn fyrir 10. bekkinga og foreldra.

  Næst fór Aðalbjörn yfir skóladagatal næsta árs. Fræðslunefnd samþykkti dagatalið.

  Þá fór Aðalbjörn yfir starfsmannamál. Núverandi aðstoðarskólastjóri er að fara í eins árs leyfi svo það þarf að ráða í hans stað og verður ráðningin til eins árs. Matráður er einnig á leið í barneignafrí og verður skoðað hvernig þau mál leysast í tengslum við mögulegar breytingar á mötuneytismálum hjá starfsstöðvum sveitarfélagsins.

  Svo er stefnt á að ráða sérkennara sameiginlega í grunnskóla og leikskóla, 60% í grunnskólann og 40% í leikskóla.


2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Önnur mál

  Einar Björn ræddi drög að fjölmenningarstefnu sem verið er að vinna hjá sveitarfélaginu. Nefndarmenn fengu drögin send fyrr í maí og voru flestir búnir að kynna sér þau að einhverju leiti. Nefndin gerði engar athugasemdir við stefnuna.

   

  Sandra fór að lokum aðeins yfir málefni leikskólans. Starfið hefur gengið vel í covid-19 ástandinu. Mönnun er mjög góð en hreyfing er á starfsfólki. Skóladagatalið er í vinnslu og verður klárað í haust. Sandra lýsir yfir óánægju með ástandið á lóðinni sem hefur enn ekki verið kláruð. Einar Björn og Sandra stefna á fund með sveitarstjóra til þess að þrýsta á þau mál.

   

  Fræðslunefnd barst erindi þar sem óskað er eftir móðurmálskennslu fyrir börn af pólskum uppruna á næsta skólaári. Nú stefnir í að börn sem eru tvítyngd á íslensku og pólsku verði um 10% nemenda grunnskólans á næsta skólaári og samkvæmt því ætti að bjóða upp á móðurmálskennslu fyrir þann hóp, sjá fylgiskjal 1.

  Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til grunnskólastjórnenda.