Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2018—2022

20. maí 2020

Vopnafjarðarskóli kl. 12:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Málefni grunn­skólans

    ​Aðal­björn byrjaði á því að fara yfir lok núver­andi skólaárs. Ýmsar breyt­ingar voru gerðar vegna Covid-19 farald­ursins til þess að koma til móts við fyrir­mæli stjórn­valda. Breyt­ingar verða á skóla­slitum. Ekki verður haldin ein stór athöfn heldur mun hver bekkur eiga kveðju­stund með sínum umsjón­ar­kennara. Þó verður haldin athöfn fyrir 10. bekk­inga og foreldra.Næst fór Aðal­björn yfir skóla­da­gatal næsta árs. Fræðslu­nefnd samþykkti daga­talið.Þá fór Aðal­björn yfir starfs­mannamál. Núver­andi aðstoð­ar­skóla­stjóri er að fara í eins árs leyfi svo það þarf að ráða í hans stað og verður ráðn­ingin til eins árs. Matráður er einnig á leið í barneignafrí og verður skoðað hvernig þau mál leysast í tengslum við mögu­legar breyt­ingar á mötu­neyt­is­málum hjá starfs­stöðvum sveit­ar­fé­lagsins.Svo er stefnt á að ráða sérkennara sameig­in­lega í grunn­skóla og leik­skóla, 60% í grunn­skólann og 40% í leik­skóla.

2. Önnur mál#2-onnur-mal

  • Önnur mál

    ​Einar Björn ræddi drög að fjöl­menn­ing­ar­stefnu sem verið er að vinna hjá sveit­ar­fé­laginu. Nefnd­ar­menn fengu drögin send fyrr í maí og voru flestir búnir að kynna sér þau að einhverju leiti. Nefndin gerði engar athuga­semdir við stefnuna. Sandra fór að lokum aðeins yfir málefni leik­skólans. Starfið hefur gengið vel í covid-19 ástandinu. Mönnun er mjög góð en hreyfing er á starfs­fólki. Skóla­da­ga­talið er í vinnslu og verður klárað í haust. Sandra lýsir yfir óánægju með ástandið á lóðinni sem hefur enn ekki verið kláruð. Einar Björn og Sandra stefna á fund með sveit­ar­stjóra til þess að þrýsta á þau mál. Fræðslu­nefnd barst erindi þar sem óskað er eftir móður­máls­kennslu fyrir börn af pólskum uppruna á næsta skólaári. Nú stefnir í að börn sem eru tvítyngd á íslensku og pólsku verði um 10% nemenda grunn­skólans á næsta skólaári og samkvæmt því ætti að bjóða upp á móður­máls­kennslu fyrir þann hóp, sjá fylgiskjal 1.Fræðslu­nefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til grunn­skóla­stjórn­enda.