Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

16. mars 2020

Vopnafjarðarskóli kl. 15:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Leik­skóli

  Sandra byrjaði á því að kynna hvernig leikskólinn bregst við faraldrinum.

  Foreldrar eru beðnir um að takmarka veru barna á leikskólanum eins og þau geta, sækja börnin fyrr eða hafa þau heima ef kostur er. Auk þess eru þeir beðnir um að mæta ekki með börnin fyrr en eftir kl. 8 ef mögulegt er. Aðgengi foreldra verður mjög takmarkað, þeir fá einungis aðgang að fataherbergi leikskólans og stoppa þar eins stutt og kostur er. Miðað er við að aðeins séu tveir foreldrar þar inni í einu, einn frá hverju barni. Inngangur inn á Hraunbrún verður tekin í notkun og eiga börn sem eru á Hraunbrún að ganga þar um. Finni foreldrar fyrir flensueinkennum eru þeir beðnir um að koma ekki inn í leikskólann. Foreldrar eru beðnir að gæta fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inn- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman. Þetta á á einnig við um eigur barnanna. Börn mega ekki koma með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman í leikskólann.

  Foreldrar eru beðnir um að þvo börnum sínum um hendurnar áður en þau mæta í leikskólann og starfsfólk mun sótthreinsa eða þvo hendur barna þegar þau mæta, og huga að reglulegum handþvotti yfir daginn. Börnum verður skipt í hópa innan hverrar deildar og þeir hafðir eins aðskildir og hægt er. Börn munu ekki fara á milli deilda og starfsmenn eins lítið og hægt er. Þrif verða aukin yfir daginn með sérstakri áherslu á alla snertifleti og leikföng.


 • Grunn­skóli

  Aðalbjörn fór í framhaldinu yfir viðbrögð grunnskólans.

  Það verða ekki miklar breytingar á stundaskrá en kennsla í list- og verkgreinum má ekki vera með hefðbundnum hætti og sumar þeirra falla alveg niður. Íþróttakennslan mun fara fram utan dyra. Kennsla hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 13:00, skólaakstur í sveitina verður kl. 13:10. Börn munu áfram mæta öll á sama tíma, enda lítil samskipti þeirra á milli þá, en eftir að skóli hefst mega hópar ekki hafa samskipti sín á milli. Talað er um hópa þar sem sumir bekkir eru í samkennslu og því fyrirkomulagi verður haldið því enginn hópur er fer yfir 20 einstaklinda mörkin. Hver hópur fer í frímínútur og hádegismat á mismunandi tímum til þess að fylgja reglum um samskipti á milli hópa. Kennarar spritta sig vel þegar þeir fara á milli kennslustofa.

  Ekki verður boðið upp á hafragraut eða ávexti á morgnanna og þurfa nemendur því að hafa með sér nesti.
  Dagleg þrif verða aukin, allir snertifletir sótthreinsaðir daglega.

  Báðir skólarnir eru að skipuleggja starf næstu vikna út frá leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisyfirvöldum. Ef vistun í grunnskóla eða leikskóla verður takmörkuð frekar munu systkini verða með sömu daga. Forgang hafa börn foreldra sem starfa í heilbrigðisgeiranum, grunn- eða leikskólanum og annarra viðbragðsaðila.