Fræðslu­nefnd

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

16. mars 2020

Vopnafjarðarskóli kl. 15:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Leik­skóli

    Sandra byrjaði á því að kynna hvernig leik­skólinn bregst við faraldr­inum.Foreldrar eru beðnir um að takmarka veru barna á leik­skól­anum eins og þau geta, sækja börnin fyrr eða hafa þau heima ef kostur er. Auk þess eru þeir beðnir um að mæta ekki með börnin fyrr en eftir kl. 8 ef mögu­legt er. Aðgengi foreldra verður mjög takmarkað, þeir fá einungis aðgang að fata­her­bergi leik­skólans og stoppa þar eins stutt og kostur er. Miðað er við að aðeins séu tveir foreldrar þar inni í einu, einn frá hverju barni. Inngangur inn á Hraun­brún verður tekin í notkun og eiga börn sem eru á Hraun­brún að ganga þar um. Finni foreldrar fyrir flensu­ein­kennum eru þeir beðnir um að koma ekki inn í leik­skólann. Foreldrar eru beðnir að gæta fyllsta hrein­lætis hvað varðar fatnað barna, bæði inn- og útifatnað enda liggja fata­hólf þétt saman. Þetta á á einnig við um eigur barn­anna. Börn mega ekki koma með leik­föng eða aðra sambæri­lega hluti með sér að heiman í leik­skólann.Foreldrar eru beðnir um að þvo börnum sínum um hend­urnar áður en þau mæta í leik­skólann og starfs­fólk mun sótt­hreinsa eða þvo hendur barna þegar þau mæta, og huga að reglu­legum hand­þvotti yfir daginn. Börnum verður skipt í hópa innan hverrar deildar og þeir hafðir eins aðskildir og hægt er. Börn munu ekki fara á milli deilda og starfs­menn eins lítið og hægt er. Þrif verða aukin yfir daginn með sérstakri áherslu á alla snertifleti og leik­föng.

  • Grunn­skóli

    Aðal­björn fór í fram­haldinu yfir viðbrögð grunn­skólans.Það verða ekki miklar breyt­ingar á stunda­skrá en kennsla í list- og verk­greinum má ekki vera með hefð­bundnum hætti og sumar þeirra falla alveg niður. Íþrótta­kennslan mun fara fram utan dyra. Kennsla hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 13:00, skóla­akstur í sveitina verður kl. 13:10. Börn munu áfram mæta öll á sama tíma, enda lítil samskipti þeirra á milli þá, en eftir að skóli hefst mega hópar ekki hafa samskipti sín á milli. Talað er um hópa þar sem sumir bekkir eru í samkennslu og því fyrir­komu­lagi verður haldið því enginn hópur er fer yfir 20 einstak­linda mörkin. Hver hópur fer í frímín­útur og hádeg­ismat á mismun­andi tímum til þess að fylgja reglum um samskipti á milli hópa. Kenn­arar spritta sig vel þegar þeir fara á milli kennslu­stofa.Ekki verður boðið upp á hafra­graut eða ávexti á morgn­anna og þurfa nemendur því að hafa með sér nesti.
    Dagleg þrif verða aukin, allir snertifletir sótt­hreins­aðir daglega.Báðir skól­arnir eru að skipu­leggja starf næstu vikna út frá leið­bein­ingum frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og heil­brigð­is­yf­ir­völdum. Ef vistun í grunn­skóla eða leik­skóla verður takmörkuð frekar munu systkini verða með sömu daga. Forgang hafa börn foreldra sem starfa í heil­brigð­is­geir­anum, grunn- eða leik­skól­anum og annarra viðbragðs­aðila.