Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd

Fundur nr. 9

Kjörtímabilið 2018—2022

7. janúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 12:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Heitir pottar við Íþróttahús

  ​Nefndin vill leggja áherslu á að farið verði í að setja heita og kalda potta við íþrótta­húsið og að gerður verði viðauki við fjár­hags­áætlun 2020 og þessi fram­kvæmd verði sett á dagskrá sumarið 2020.
  Þetta mál hefur verið til umfjöll­unar hjá nefnd­inni 7.3.2019, 8.4.2019, 24.4.2019, 16.10.2019.
  Það lá fyrir kostn­að­ar­áætlun fyrir þessa frakvæmd á fundi nefnd­ar­innar 24.4.2019 og vildi nefndinn þá að gerður væri viðauki við fjár­hags­áætlun 2019 til að klára þetta þá um sumarið og var það ekki gert. Ekki er að sjá að þetta mál hafi farið fyrir sveit­ar­stjórn í neinni fund­ar­gerð og kallar nefndin því eftir að fá svör við þessu máli.​

 • Íþróttahús

  ​Nú er það svoleiðis að engir tímar eru lausir í íþrótta­húsinu, og skapar það vandamál fyrir Einherja þar sem að það kemur nýr þjálfari til starfa hjá þeim nú í janúar og hefur Einherji þá enga aðstöðu til æfinga fram á sumar. Vill nefndinn að þetta má sé skoðað og hvað sé til ráða.
  Leggur nefndinn til að íþrótta­húsið sé opnað klukkan 06:30 þrjá daga í viku og opnar það þá á að bæjar­búar geti nýtt sér líkams­ræktarað­stöðuna á sama tíma.​

 • Gjald­taka á unglinga í líkams­ræktina.

  ​Hefur nefndin fengið ábend­ingar um að það sé verið að rukka grunn­skólakrakka í líkams­rækt og vill nefndin að því sé hætt hið snar­asta þar sem að þau hafa ekki aðgang að öllum tækj­unum í líkams­rækt­inni. Einnig hefur það aldrei farið fyrir nefndina að fara eigi að rukka unglingana.


 • Afsláttur fyrir unglinga á aldr­inum 16-18

  ​Nefndin leggur til að unglingar á aldr­inum 16-18 fái 50% afslátt af gjöldum í líkams­rækt þar sem að frístunda­styrk­urinn nær ekki yfir líkams­ræktina.​