Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2018—2022

27. apríl 2020

Teams kl. 13:15

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Vall­arhús rekstur og utan­um­hald

  ​Víglundur sendi inn beiðni fyrir hönd Einherja um að sjá um daglegan rekstur og utan­um­hald og fá þá greitt fyrir það. Tekur nefndin vel í það og telur að best sé að sveit­ar­fé­lagið og Einherji hittist og ræði nánari útfærsluEf að fólk vill fá húsið leigt þarf að borga fyrir það s.b. Mikli­garður.

 • Umhverfi vall­ar­húss

  ​Nefndin er með tillögu um að hellu­leggja og smíða pall í kringum húsið og er með grófa kostn­að­ar­áætlun upp á 9,5 millj­ónir með vinnu. Hægt er að sækja um styrk til mann­virkja­sjóðs KSÍ og fá hluta endur­greitt. Telur nefndin að mikið af þessu geti verið unnið í sjálf­boða­vinnu og er nú þegar búið að leggja til einhvern kostnað í t.d jarð­vegs­vinnu. Vill nefndin að þetta sé klárað sem fyrst, í síðasta lagi fyrir vígslu hússins.​

 • Íþrótta­skóli

  ​Hugmynd að byrja íþrótta­skóla í haust í samstarfi við Einherja fyrir 1. - 4. bekk til að kynna fyrir þeim ýmsar íþróttir. Áætlað að fá fagaðila til að sjá um að kynna fyrir þeim viðkom­andi íþrótt sem er á dagskrá í hvert skipti.​

 • Víxla/opnun vall­ar­húss

  ​Hugmynd er að hafa vígsluna 17. Júní en verður það að taka mið af þeim takmörkunnum sem að eru í gildi út af Covid-19.​

2. Önnur mál#2-onnur-mal

 • Önnur mál

  ​Nefndin velti fyrir sér hvenær ærslabelgur verður blásinn upp.  Fengust þau svör að það yrði 4. maí þegar samkomu­bann breytist.​